Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Klovn: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hátt yfir strikið
Ég hef séð eitthvað af Klovn þáttunum í sjónvarpi, og vissi því um það bil við hverju var að búast af myndinni. Myndin virkaði eins og langur og góður Klovn þáttur, og ég veit eiginlega ekki hvort það var kostur eða galli. Það mætti segja að þeir hefðu getað gert bíómyndalegri bíómynd, sem ég reyndar hefði viljað sjá, en einnig tekst þeim að halda sig við nákvæmlega það sem þeir kunna best í því umhverfi sem þeim líður best í.
Húmorinn snýst mikið um svæðið fyrir neðan belti, enda eru þeir á leið í Tour de Fisse, eða í píkuferðina miklu, þó svo að trúðurinn sjálfur Frank, haldi nú helst ekki framhjá konu sinni, ef hann gerir það þá nokkuð yfirleitt. Hinn aftur á móti er algjörlega siðlaus þegar kemur að konum og framhjáhaldi, og grípur næstu konu sem hann nær í og tekur hana bakvið næstu girðingu. Maður spyr sig auðvitað hvað Frank er að gera í Tour de Fisse, á leið í hóruhús, ef hann hefur engan áhuga á hórum, en hann einhvernveginn skröltir með, og lendir í hverju vandræðalega atvikinu á eftir öðru.
Salurinn veinaði af hlátri á mörgum stöðum í myndinni og ágerðist það undir lokin með eftirminnilegum hætti, sem best er að segja ekki frá hér.
Ég gef myndinni hiklaust 9 stjörnur, en það er ljóst að margir súpa örugglega hveljur yfir myndinni, á meðan aðrir hrífast með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Yes Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hlægileg með góðan boðskap
Yes Man er svona dæmigerð Jim Carrey mynd. Þetta er svipuð formúla og Liar Liar þar sem einskonar álög leggjast yfir aðalpersónuna. Munurinn er þó sá að í Liar Liar eru álögin yfirnáttúruleg en í Yes Man sjálfsköpuð eftir sjálfshjálparnámskeið.
Það er fullt af fínum bröndurum í myndinni og Carrey á fína spretti sem og einstaka meðleikarar, svo sem súpernördinn hinn ástralski yfirmaður hans í bankanum og "skrýtna" kærastan.
En án þess að fara út í frekari smáatriði, þá var það sem upp úr stendur eftir að ljósin voru kveikt í salnum, að þetta er mynd sem er oft mjög hlægileg og með góðan boðskap. Ég er ekki frá því að margir hafi einmitt hugsað; hvað ætli gerðist í mínu lífi ef ég prófaði að segja já við öllum tækifærum sem mér byðust...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vantage Point
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín skemmtun
Þessi mynd er fínasta skemmtun. Hún er byggð upp með óvenjulegum hætti þar sem maður fær að fylgjast aftur og aftur með atburðarásinni þegar forseti Bandaríkjanna er skotinn þegar hann er að halda ræðu. Í hvert skipti sem spólað er til baka og skipt um sjónarhorn fær maður meiri upplýsingar þegar sagan er sögð útfrá nýrri persónu.
Leikararnir standa sig allir ágætlega, en myndin býður ekki upp á óskarstilþrif.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tropic Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábærir Cruise og Downey
Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir að mæla eindregið með þessari mynd. Í fyrsta lagi mæli ég með því að fólk sjái hana til að sjá Tom Cruise dansa og bölsótast í hlutverki framleiðanda Tropic Thunder- mig langar næstum að sjá myndina aftur, svo skemmtilegur var hann. Í öðru lagi þarf að sjá þessa mynd til að fylgjast með Robert Downey Jr. í hluverki svarts manns ( reyndar var hann líka flottur sem ástralinn) en svo vel fór hann með hlutverkið að maður þurfti að minna sig á að þetta væri Downey, en ekki einhver allt annar. Svo mæli ég með myndinni til að sjá treilerana í byrjun, mjög skemmtilegt. Svo til viðbótar við þetta þá á Jack Black oft góða spretti, sérstaklega þegar hann er bundinn við tré, og Ben Stiller er frábær sem Simple Jack. Ekki má heldur gleyma Nick Nolte sem unun er að horfa á sem hermanninn sem samdi söguna Tropic Thunder.
Þó handritið mætti vera aðeins meira slípað og myndin renna betur, þá er þetta átta stjörnu mynd hiklaust vegna framangreinds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hancock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er áhugavert, óvænt og skemmtilegt að fá eins og þrumu úr heiðskýru lofti, á miðju hetjusumri, ofurhetjumynd sem er ekki Marvel.
Og þetta er engin smá ofurhetja, heldur hetja sem beygir aðrar hetjur auðveldlega í duftið, eða ég sé fáar Marvel hetjur með jafn hrikalega krafta og Hancock.
Will Smith er flottur og Charlize Theron og Jason Bateman líka en myndin hefði kannski mátt vera betur skilgreind, þ.e. grín, hasar, spenna, sci-fi. Auk þess hefði verið gaman að fá aðeins meiri kjöt á beinin þegar kom að útskýringum á hvaðan Hancock kom og afhverju hann er til. Þetta er svona Hálendingurinn í þúsundasta veldi.
En ég hafði gaman að þessu og kannski var skemmtilegast hvað menn kipptu sér lítið upp yfir þessari hetju og enginn var að velta neitt vöngum yfir henni. Hún var bara þarna, ....af því bara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shine a Light
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eilífðartöffarar
Þessi mynd gerist öll á einum tónleikum í Beacon Theater í New York, en skotið er inn í gömlum viðtölum við meðlimi Stones. Á tónleikunum koma við sögu 3 gestir, Jack White, Buddy Guy og Cristina Aquilera, og krydda þau tónleikana mjög skemmtilega.

Þetta er hörku tónleikamynd og hljómsveitarmeðlimir einkar trúverðugir eilífðartöffarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
10,000 BC
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
B-stórmynd
Það sem pirraði mig mest við þessa "stórmynd" var hvað menn töluðu stirðbusalega ensku. Líklega hefur það verið listræn ákvörðun leikstjórans til að reyna að telja manni trú um að menn hafi ekki talað oxford ensku þarna í eldgamla daga.
Myndin hefur yfir sér sterkan B-mynda brag og leikurinn er hálf stirður í flestum tilfellum. Aðalleikkonan þurfti reyndar mjög takmarkað að leika, og ekki sagði hún mörg orð að mig minnir.
Hápunktur myndarinnar var klárlega þegar steinaldarmennirnir voru að veiða Mammútinn, eða Mannakann, eins og hann hét greinilega í þá daga.
En best að hafa ekkert fleiri orð um þessa mynd. Hún á varla skilið nema 4 stjórnur af 10, þó ég geti ekki alveg sagt fyrir hvað þær stjörnur eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Heartbreak Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Slappir bræður
Fullur efasemda tók ég þessa spólu um daginn úti á leigu. Maður hafði lítið heyrt talað um myndina, og greinilega um flopp að ræða. En þar sem þetta eru Farrelly bræður, þá ákvað ég að gefa þeim séns, enda hló maður duglega að Dumb And Dumber.
Það er skemmst frá því að segja að það var rétt að maður nennti að hanga yfir ræmunni til enda. Hún var ekki fyndin, lítið um fáránleikahúmor Farrelly bræða ( eitt detta í gangstéttina-atriðii, eitt atriði þar sem manneskja dettur í sjóinn og eitt marglyttuatriði). Mig grunar að Farrellyarnir hafi þarna verið að reyna að feta sig frá fáránleikanum, og brydda upp á einhverri heimspeki, sem þó var talsvert dulin, og skilja þar með eftir í huga manns einhverjar vangaveltur í lok myndar; og þá spurninguna; hvenær eru maður geggjaður, hver er geggjaður, og hvað gerir mann bilaðan. Var Ben Stiller þá kannski sá bilaðasti af öllum? Eða er ég orðinn bilaður?
Get því miður ekki mælt með þessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Maður með drápseðli
Í þessari Rambomynd fær maður vænan skammt af blóðgusum og fljúgandi líkamsleifum, nær enga tilfinningavellu, og persónum kynnist maður ekki náið. Til dæmis fær maður aldrei að sjá skakka Stallone glottið - þ.e. Rambo brosir aldrei í myndinni.
Það eina af persónusköpun er dálítil innsýn í sálarlíf Rambos í gegnum draumfarir hetjunnar, sem samanstanda af leiftrum frá liðnum árum, úr hinum myndunum, og niðurstaða þeirrar innsýnar er þessi: Rambo hefur drápseðli, og hann veit það sjálfur.
Annars greinir maður algjöra uppgjöf Rambos í þessari mynd. Hann hefur gefist upp fyrir illsku heimsins, en lætur til leiðast að fara í hættuför, en það er varla að hann nenni því. Þó að kvenhetjan hafi nánast tælt hann í hættuförina í myndinni, nær hann engu sérstöku sambandi við hana, og virðist reyndar engan áhuga hafa á að gera sér dælt við hana. Það er frekar að hann sé föðurlegur við stúlkuna, enda er það kannski í línu við aldur Rambos, eða Stallone, sinn em er komá sjötugsaldurinn, en kvenhetjan ca. helmingi yngri.
Vondu karlarnir eru sérlega miskunnarlausir, og því er það ákveðinn léttir að sjá þeim slátrað einum af öðrum þegrar líður á myndina.
En þetta er bara þéttur pakki og fín mynd. Nokkuð áreynslulaust hjá Stallone sem leikstjóra, og hjá Rambo líka, enda vanir menn á ferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
No Country for Old Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sérstök mynd
Það er ýmislegt sem gerir þessa vegamynd sérstaka. Löggan í myndinni virðist meðal annars ekki vera að rannsaka málið að neinu viti. Morðóði morðinginn Chigurh virðist fá algjöran frið til að ástunda sína iðju, þ.e. CSI Miami, FBI og aðrar stofnanir eru víðs fjarri, og það er engin tónlist í myndinni.
Bryddað er upp á athygisverðri nýjung í aftökum, sem kannski skýrir afhverju það er erfitt að CSI'a morðingjann.
Heilt yfir er þetta flott mynd, Bardem mjög góður, Tommy Lee Jones er sjálfum sér líkur, og stemningin fín. Húmorinn til staðar. Vekur upp ýmsar spurningar eftir á og því hægt að horfa aftur og aftur.
Myndin endurspeglar ákveðin kynslóðaskipti og tímamót í starfi löggæslumanna, sem eru ofurliði bornir af eiturlyjaglæpum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Now Pronounce You Chuck and Larry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
tezt
 læakjsdaldsf dsalkfjdsaf adsæljfa ds
siggi og sjó rambo
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Knocked Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hlægileg
Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Hélt að hún væri þunnur þrettándi, en reyndist svo vera bráðhlægileg með fullt af fínum bröndurum. Kannski hefði ég alveg mátt gera mér væntingar enda sami hópur á ferð og gerði The 40 year old virgin og Superbad. Húmorinn dálítið mikið fyrir neðan belti sem setur aldurstakmörkin aðeins upp. Það sem er neikvætt við myndina er að persónusköpun, sérstaklega kvenhetjunnar, er heldur þunn, og Fríða og dýrið - minnið, full sjálfsagt.
En 7,5 stjörnur.

7,5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
We Own the Night
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rússar og þroski
We Own the Night er allt í senn fjölskyldusaga, glæpasaga og þroskasaga, þ.e. á þann hátt að aðalsöguhetjan þroskast úr því að vera heldur uppburðalítill töffari yfir í að taka ábyrgð og sýna hörku. Myndin minnti mig pínulítið á Eastern Promises, að því leyti að þarna eru óþokkarnir rússneska mafían og mikið gert úr ótuktarskap þeirra og miskunnarleysi. Munurinn er þó sú að önnur gerist í Bretlandi en hin í Bandaríkjunum auk þess sem þær gerast á ólíkum tíma.
Myndin datt í að verða langdregin á köflum en heilt yfir fannst mér hún nokkuð góð og hreyfði við mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Run Fatboy Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki séð
 ég hef ekki séð myndina en helt samt að hún sé frábær

þetta er test líka hérna

og meira test h
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei