Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Börn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er frábær!! Samtölin eru sannfærandi og persónurnar mjög trúverðugar. Það besta er að maður fær að kynnast manninum í hverri persónu svo að maður finnur til með þeim, jafnvel handrukkaranum. Hinn geðsjúki Marinó,sem Darri leikur, nær manni alveg. Ég hef ekki farið á íslenskar myndir í mörg ár vegna þess hve lélegar þær eru oft og að auki miklu dýrara á þær. Ég bíð venjulega eftir því að sjá þær í sjónvarpi. Forvitnin dró mig á þessa og í fyrsta sinn í langan tíma þá fór myndin meira að segja fram úr væntingum. Að auki sem er til fyrirmyndar þá kostar kr. 800 á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei