Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heimurinn var á barmi glötunar............


En þá komu Ameríkanarnir og björguðu heiminu.


Þvílíka endemis klisjan og vitleisan. Mynd með endalausa möguleika sóað í eithvert Amerískt mikilmennskubrjálæði.


Oj oj oj....Ég gef henni eina stjörnu fyrir flotta dreka.,.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fýlar þú The Bold and the Beautyful? Þá er þetta ekta mynd fyrir þig. Þrír og hálfur tími af endalausri sápu sem ætlar engann enda að taka. Hún fær 1 stjörnu fyrir þetta eina atriði þar sem Bandaríkjamenn eru dritaðir í spað. Enn til að vera alveg hreinskilin var það ekki þess virði. Ég hélt ég myndi æla yfir dramatík........... Ojjjjj ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega skemmtileg og lífleg mynd um líf manns sem leyðist út í heim eiturlyfja. Við sjáum hvernig hann byrjar sakleysislega sem ungur og saklaus hippi, og hvernig þetta þróast út í lífsstíl. Myndin er byggð á sönnum heimildum og er snilldarlega leikin af Johnny Depp. Tónlistin er einnig frábær. Góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn og aftur fáum við að sjá hversu glæsileg Nicole Kidman er. Hún er alver frábær leikkona. Hérna er hún í hlutverki móður sem er innilokuð í dimmu, gömlu húsi vegna ljósóþols barna hennar. Einkennilegir hlutir fara að gerast einn daginn sem raska sálarró heimilisfólksins. Myndin er sérlega vel gerð í alla staði og handritið hrein snilld. Allt er þetta í svona gamaldags Hitchcock stíl og allveg laus við Hollywood bjarmann. Ég mæli eindregið með henni og gef henni fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei