Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Raging bull er vel gerð kvikmynd eftir leiðinlegu handriti. Það er vel að verki staðið í flestum atriðum er skipta áhorfandann máli nema þegar kemur að sögunni sjálfri. Þessi mynd er sjálfsagt frægust fyrir það að Robert DeNiro fitaði sig í þessu hlutverki til að leika þetta meira sannfærandi sem tókst og það verður ekki við hann að sakast hvað þessi mynd er leiðinleg. Það var sjálfsagt ekki ætlunin að draga upp mynd af hetju, en þessi er bara leiðinlegur skíthæll og er það alla myndina. Ég verð að finna til samkenndar með sögupersónunnni og trúa svoldið á hana til þess að myndin heppnist og úr verði skemmtun. Það tókst engan veginn í þessari mynd og beið ég bara eftir því að hún yrði búin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd eldist mjög vel. Sá hana fyrir skömmu og hún er alveg jafn góð ef ekki betri en mig minnti. Ég er mjög veikur fyrir mafíumyndum og þessi er með þeim betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hotel Rwanda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gríðarlega vel heppnuð mynd. Persónusköpun, handrit og leikur smellur saman og hittir beint í mark. Mjög átakanleg mynd sem að skilur mann eftir hugsandi. Þessi mynd sat í mér í nokkra daga á eftir og þá fær hún 4 stjörnur sjálfkrafa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei