Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Desperately Seeking Susan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hress mynd með Rosanna Arquette og Madonnu í aðalhlutverki. Þessi mynd er klassísk kitch mynd frá pönktímabilinu. Hún fjallar um húsmóður sem lifir tilbreytingalausu lífi og reynir að finna spennu með því að njósna um fólk sem hefur samband gegnum einkamálaauglýsingar. Þetta leiðir hana í ógöngur og hún missir minnið og fyrir mistök er borið kennsl á hana sem konuna sem hún var að njósna um. Madonna sýnir ágætis frammistöðu og stelur senunni frá Arquette sem er þó ekki síðri í þessari mynd. Ég verð að gefa þessari 4 stjörnur,kanski vegna þess að Madonna er í uppáhaldi eða kanski ennfremur vegna þess að þetta er eina myndin fyrir utan Evitu þar sem mér finnst henni takast að leika að einhverju ráði.

Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The War of the Roses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér kemur tríóið aftur saman Danny Devito Kathleen Turner og Michael Douglas í það sem getur ekki annað en verið lýst sem kaldhæðni hjónabandsins. Eftir mörg ár í að strita fyrir að komast á toppinn hefur Oliver Stone algerlega gleymt að sinna konunni sinni sem hefur á meðan séð um börnin og risastórt hús sem hún hefur gert upp algerlega frá grunni. Þegar ekkert er eftir að gera í húsinu og börnin uppvaxinn fer Barböru að finnast maðurinn sinn óþolandi. Húsið verður að vígsvæði og svartur húmor, kaldhæðni, slagsmál, svik og pirringur ræður ríkjum.

Snilldar mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Romancing the Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flott mynd með tríóinu góða Michael Douglas Kathleen Turner og Danny Devito.Þetta er í raun fyrsta myndin þar sem tríóið leikur saman en aðrar eru, framhaldið af þessari s.s. Jewel of the Nile sem að er skemmtileg fyrir það tímabil sem hún er frá, einsog tónlistin er frábær eighties tónlist og fötin og hárið eftir því, og svo War of the Roses. Sál þessarar myndar einsog ég sé það er fyrst og fremst gamanmynd og öðru lagi rómantísk spenna. Klassísk mynd sem svíkur ekki unnendur ævintýrakvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Jewel of the Nile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög fín afþreying. Einsog fyrri myndin er þetta hrein ævintýramynd með rómantík hangandi í loftinu. Leikaravalið ekki af verri endanum og mörg góð tilþrif í myndinni.Myndin er með góðan rythma og kemistríið á milli Michael Douglas og Kathleen Turner er gott vægi á móti spennuhluta myndarinnar. Ef maður er ekki fyrir eilítið ýktar og ævintýralegar spennu/ástarmyndir ætti maður ekki að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clue
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Flott leikaraval og sviðsmyndin góð. Grínmynd. Söguþráðurinn snýst um hóp af fólki sem er boðað í kastala langt frá byggð þar sem óhugnalegir atburðir eiga sér stað. Tim Curry og Madeline Kahn fara á kostum í mynd sem aldrei missir niður þráðinn.Ef maður vill fá allt úr myndinni sem hægt er verður maður að horfa á hana allnokkru sinnum þar sem manni yfirsést margir brandara og hreinlega til að ná upp í...já það er margt dularfullt í gangi svo maður verður að hafa augun opin.

Byggt á leiknum Cluedo með öllum characterum þar The Butler, Mr. Boddy, Ms. White, Professor Plum, Colonel Mustard, Ms. Peacock, Mr. Green, Miss Scarlet, The Cook, The Maid.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei