Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Shrek the Third
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að vera sammála mörgum um að 3. myndin er eiginlega síst af þeim, en ég fór með bróður minn (8ára) á myndina og hann var í keng af hlátri stóran part af myndinni. vissir brandarar í tengslum við piparkökukallinn voru í mestu uppáhaldi samt.

mér finnst þetta verið farið að þynnast OF mikið. ég er viss um að flestir geti verið sammála um að sú fyrsta var sú besta. enda snilldar smellur. ég get horft á hana endalaust og hika ekki við það. tek það fram að ég er 20 ára gömul og það hefur lítil áhrif á smekk minn á teiknimyndum. margir fullorðnir einstaklingar í fjölskyldunni minni dýrka Shrek 1 og 2. þar eru nefnilega á ferð einar bestu fjölskyldumyndir nútímans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Madagascar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það eina sem ég ætla að segja er: ef að þér fannst Shrek myndirnar góðar...þá mæli ég eindregið með þessari!! Ég var ekki hrifin af Shrek2 en ég DÝRKA þessa mynd...en ég verð að viðurkenna að hún var samt pínu flöt á pörtum. Ég mæli samt með henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Herbie: Fully Loaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með algerlega tóman huga gagnvart henni , og það kom ágætlega út. Þessi mynd er ekki besta Herbie myndin sem ég hef séð, en ekki heldur sú versta, svo að hún er svona í meðallagi. Tæknibrellurnar eru ekkert svakalegar, en þær eru þó nógu góðar til að maður nái húmornum með þeim flestum. Ég mæli samt með að hver dæmi fyrir sig og veriði ekki að gera ykkur miklar vonir um hana...þið njótið þess bara meira ef þið tæmið hugann ;)have fun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei