Náðu í appið
Gagnrýni eftir:In Good Company
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð alveg að segja eins og er, bandaríkjamenn eru alltaf að koma á óvart. Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd, hugsaði ég með mér, humm, ætli koddinn sé nógu mjúkur, á ég ekki eftir að gera eitthvða annað. Nei, góðir hálsar myndin kom nokkuð mikið á óvart. Hann Dennis Quaid, hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds mönnum á tjaldinu (ekki alltaf valið góðar myndir, en svona í heildina) og kom hann mér svolítið á óvart í þessari mynd. Og hvað krakkana varðar þá átti Topher Grace, ja, hann var bara hann eins og hann kemur fram alltaf í sjónvarpi, óöruugur og stressaður, hvað Scarlett Johansen varðar var hún ágæt í mesta lagi, þó svo þetta hafi nú líka verið meira spil á milli Dennis og Topher, þá kom hún oft skemmtilega inná milli. Já, ég vil nánast gefa þessari mynd fullt hús, ég tek hálfa stjörnu fyrir það að vera langdreginn, en ég vildi vita hvernig hún endaði þannig hélt ég mér yfir henni, en nokkuð vel gerð og skemmtileg mynd!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei