Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Terms of Endearment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er í raun vel gerð Sápuópera og undanfari allra chick flicks sem áttu eftir að yfirgnæfa 10.áratuginn og einnig síðustu ár. Styrkleiki myndarinnar eru leikararnir en með verri leikurum hefði myndin hæglega getað orðið óbærilega væmin en Nicholson og Shirley MacLaine eru ekki væmnir leikarar heldur miklir húmoristar sem hafa gott chemistry þar sem hún er mjög kaldhæðin á meðan hann er alltaf að reyna að koma henni til með hallærislegum pickup línum. Myndin hlaut náð hjá akademíunni en verður samt sem áður að teljast ein af þeim síðri sem hafa fengið óskarsverðlaun sem besta mynd. Það þýðir ekki að þetta sé slæm mynd. Hún einfaldlega á ekki roð í meistaraverk á borð við Cuckoo's Nest, Godfather og Schindler's List en er dæmigerð fyrir 9. áratuginn og vel þess virði að kíkja á hana fyrir frammistöðu leikaranna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Factotum
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Horfði á þessa mynd án þess að vita mikið um verk Charles Bukowski en myndin kom mér einstaklega skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst ekki við miklu. Þetta er mynd sem er ekki með neitt plott að ráði og í lok hennar er ekki búið að leysa neitt. Myndin sýnir mörg mismunandi tímabil í lífi aðalpersónunnar. Við skyggnust sem sagt einfaldlega í hugarheim fólks sem er haldið hálfgerðri sjálfseyðingarhvöt en er ákaflega sátt í þessum ömurleika sem einkennir líf þeirra og tilveru sem áfengissjúklingar. Matt Dillon er alltaf að koma manni meira og meira á óvart. Manni fannst þessi maður vera aldrei neinn alvöru leikari en með frammistöðu sinni í Crash og þessari þá hefur hann sannað sig sem góður leikari. Lily Taylor skilar sínu einnig mjög vel. Ef þú fílar ekki myndir sem eru frekar hægar og er aðallega karakterstúdíur ættirðu að sleppa þessari en ef þú vilt sjá óhefðbundna mynd sem skilur eftir sig ákveðnar hugmyndir þá ættirðu að kíkja á hana. Hún er vel þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miami Blues
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér virkilega á óvart. Ég horfði á þessa mynd með engar væntingar. Alec Baldwin hefur hingað til ekkert heillað mig sérstaklega sem leikari en frammistaða hans í þessari mynd hlýtur að vera sú besta á ferli hans. Miami Blues er óvenjuleg mynd vegna þess að hún dansar hættulegan línudans milli gamanmyndar, dramamyndar og spennumyndar og því má segja að hún leiki sér með ólíkar tilfinningar áhorfenda til skiptis en geri það óvenju vel. Aðalleikararnir þrír þau Jennfer Jason Leigh og Fred Ward ásamt áðurnefndum Baldwin eru óborganleg í hlutverkum sínum og skapa mjög eftirminnilegar persónur með frábærum frammistöðum sínum. Þetta er mynd sem er erfitt að útskýra og bera saman við aðrar myndir en fyrir vikið er hún mjög athyglisverð og mjög vanmetin í raun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday Night Lights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Friday Night Lights er mjög hefðbundin mynd um unga stráka í high school í bandaríkjunum sem spila amerískan fótbolta. Persónusköpun er frekar klisjukennd og söguþráðurinn fyrirsjáanlegur. Billy Bob Thornton er góður leikari en maður veltir fyrir sér metnaði hans að leika í þessari mynd. Enga að síður er þetta formúla sem virkar þegar maður vill hugsa sem minnst og þeir sem hafa gaman af amerískum fótbolta munu njóta myndarinnar. En stærsti gallinn er að við höfum séð þetta allt áður. Alls ekki slæm en engann veginn framúrskarandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var enginn einstakaur die hard aðdáandi evrópskra mynda, en heyrði svo jákvæða umfjöllun um þetta verk að ég ákvað að kaupa DVD útgáfuna. Amelíe er einstök persónutúlkun sem er hvílík í meðförum Audrei Taotuo, enda skaut þessi mynd henni hátt á himinn bæði vestra og í evrópu. Einstök frásögn leikstjórans, mögnuð persónutúlkun þar sem leikstjórinn heldur skemmtilega utan um persónurnar án þess að verða ekki afstrakt út úr yðrum veruleikans. Mæli eindregið með verki þessu, þarft aldeilis ekki að vera aðdáandi evrópskra mynda, þessi mun verða þitt augnakonfekt. Góða skemmtun. Koller ( Ankara Galacticos )
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Carlito's Way
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Carlito's Way er án vafa ein vanmetnasta kvikmyndin sem hefur komið frá Hollywood síðustu 15 ár. Þetta er óvenjuleg mynd um gangsterinn Carlio Brigante snilldarlega vel leikin af meistara Pacino. Carlito er andstæða Tony Montana í Scarface. Hann vill losna úr glæpaheiminum eftir langa dvöl í fangelsi en dregst ósjálfrátt aftur í þann heim að óviðráðanlegum aðstæðum auk þess sem hann þekkir ekkert annað. Carlito's Way er án vafa ein af þremur bestum myndum De Palma ef ekki sú besta. Pacino er vel studdur af frábærum aukaleikurum eins og Luis Gusman, John Leguisamo og hinum ógleymanlega Sean Penn en hann stelur senunni með túlkun sinni á óheiðarlegasta lögfræðingi kvikmyndasögunnar að nafni Kleinfeld. Að hann hafi ekki einu sinni verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína er algjört hneyksli. Sem sagst snilldarræma sem mun verða klassík í framtíðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei