Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Alfie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Alfie ekki með neinar sérstakar væntingar, var í raun bara að fara til þess að dást að Jude Law. En mér fannst myndin leyna á sér og ég er viss um að það eru margir þarna úti sem sjá sjálfa sig í Alfie. Jude Law smellpassar í hlutverkið og sýnir hann góðan leik, einnig er Susan Sarandon ótrúlegur töffari orðin næstum 60 ára.Hinir leikarar standa sig einnig vel. Alfie er algjört kvennagull og flagari sem starfar við að aka limósínu sem gerir honum enn auðveldara að komast í kynni við hinar ýmsu konur. Hann á í sambandi við nokkrar konur út myndina og það gengur á ýmsu í sambandi hans við konurnar jafnt sem og vinina. Alfie er grunnhyggin og hugsar alls ekki áður en hann famkvæmir. Svo þegar hann fer að sjá eftir hlutunum og ætlar sér að reyna að bæta fyrir þá, þá er það bara orðið of seint! Í myndinni þá talar Alfie beint í myndavélina og það er dáltið spes. En þessi mynd er mjög mannleg og ég veit um nokkuð marga sem hafa farið á þessa mynd og sjá þá bara sjálfa sig! Ég mæli alveg með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei