Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Garden State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla ekki að eyða tíma í að útskýra söguþráðinn í löngu máli. Zach Braff (Scrubs) leikstýrir hér sjálfum sér í eigin handriti og tekst það ótrúlega vel. Myndin fjallar um Andrew Largeman, sem kemur heim til sín eftir 9 ára fjarveru, til að vera í jarðarför móður sinnar. Hann ákveður að vera í bænum í nokkra daga og rifja upp kynnin við föður sinn og gömlu félagana ásamt því að kynnast nýju fólki.


Myndin er í einu orði sagt alger snilld og er þar alveg sama hvað maður lítur á; Leikurinn er frábær (Natalie Portman er svo æðisleg í þessari mynd að það hálfa væri hellingur), tónlistin geðveik (ekkert soundtrack, bara lög, sem gerir það að verkum að manni langar ennþá meira í geisladiskinn úr myndinni) og söguþráðurinn svo óhefðbundinn að maður veit aldrei hvert myndin er að fara með mann. Hún er fyndin, en á svo allt annan hátt en maður býst við. Um leið er hún átakanleg og djúp.

Í stuttu máli sagt; Mér leið mjög vel eftir þessa mynd. Held að það segi allt sem segja þarf. Lokasvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein besta mynd sem ég hef séð! Sá hana fyrst þegar ég var smá polli og hún var sýnd á RÚV. Lögin eru snilld, söguþráðurinn pottþéttur og leikararnir allir að brillera af svo mikilli guðs náð að það hálfa væri nóg! Sjáðu þessa, sjáðu hana svo aftur, kauptu svo diskinn, og horfðu svo á hana einu sinni enn... bara til að muna hvað hún var góð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hole
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd þegar ég skrapp til Skotlands síðasta vor. Hún var sýnd í mjög litlum sal, en það átti þó ekki að geta skemmt myndina. Myndinni var lýst sem einhverri skoskri unglinga-hryllingsmynd, sem átti að vera allt öðruvísi en öll Scream-I Know What You Did-þvælan. Ég fór þess vegna á þessa mynd með opnum huga í von um eitthvað nýtt og spennandi. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Um leið og myndin byrjaði vissi ég að hér var ekki allt eins og það ætti að vera. Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi aldrei haldið puttunum á mér eins lengi í eyrunum og á The Hole. Myndin er að vissu leyti eins og Blair Witch 2, þ. e. a. s. ógeðslegu flash-bökkin sem komu alltaf í Blair Witch 2 eru bara tekin og lengd upp í 1 og hálfan tíma. Þetta er með þeim slakari myndum sem ég hef á ævinni séð. Hún gerir út á viðbjóðinn og ógeðið og ofbýður manni oftar en einu sinni og oftar en tvisvar! Ég er mikill aðdáandi hryllingsmynda, en ég bara hreinlega skil ekki afhverju þessi mynd lendir ekki beint á leigunum. Forðist þessa eins og heitan eldinn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Forever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta skemmtun og örlítið ferskt andrúmsloft inná dimma stílinn hans Tim Burtons sem gerði fyrstu tvær myndirnar. Val Kilmer er töff Batman, Nicole Kidman góð eins og venjulega, Jim Carrey stök snilld ásamt Tommy Lee og Chris O'Donnel er bara nokkuð góður. Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir alla aldurshópa sem vilja skemmta sér yfir góðri mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Legally Blonde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á þessa mynd á óvissusýningu. Ég hefði alveg eins getað hent 800-kallinum! Pirrandi aðalsögupersóna, óhugnalega gelgjulegar bestu-vinkonur sem gerðu ekkert annað en að pirra bíógesti og fyrirsjáanlegur söguþráður gera þessa mynd að einni leiðinlegustu mynd sem ég hef séð! Þessi mynd ætti í raun ekki að fá eina einustu stjörnu, en þar sem eitt og eitt atriði var í lagi fær hún hálfa. En alls ekki meira!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei