Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Maverick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er klassísk! Mel Gibson leikur pókerspilara sem vill sanna að hann sé sá besti í leiknum. Maverick er frábær karakter sem vinnur á alla myndina og Mel Gibson er góður með sína skemmtilegu persónutöfra og finnst mér hann smellpassa í hlutverkið. Einnig er gaman að sjá Jodie Foster leika skemmtilega persónu í staðin fyrir að vera alltaf þessi alvarlega týpa. Maverick er rosalega skemmtileg, samtölin æðisleg og fléttan í myndinni kemur rosalega á óvart! Ég mæli eindregið með þessari mynd, hún kemur á óvart!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Le divorce
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Kate Hudson er ein af uppáhalds leikkonunum mínum og var hún aðal ástæðan fyrir því að ég tók hana. Myndin byrjaði rólega og var ég alltaf að bíða eftir því að hún kæmist á flug og eitthvað færi að gerast en það gerðist aldrei. Myndin líður áfram og í enda hennar vita persónur myndarinnar jafn mikið og í upphafi hennar. Ég geispaði mig í gegnum hana alla. Myndin er þó ekki alslæm vegna þess að hún er ágætlega leikin en ég myndi samt ekki mæla með henni við nokkurn mann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei