Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Down to Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi ekkert mikið um Down to Earth. Hún kom mér á óvart, hún var fydnari en ég hélt og ekki eins fyrirsjáanleg. Chris Rock oflék þetta svolítið. Brandarar hans voru mjög misfyndnir. Aukaleikarnir voru góðir, þar á ég sérstaklega við Eugene Levi, sem lék pabbann í American Pie 1 og 2. Down to Earth var góð skemmtun sem á vel skilið gott hrós. Hún er engin klysja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Final Fantasy: The Spirits Within
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Final Fantasy er ótrúlega flott spennu-tölvuteiknimynd. Persónurnar eru mjög raunverulegar, og umhverfið er snilld. Ég átti samt von á betri söguþræði. Sjáið þessa í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hannibal er tvöfalt betri en fyri myndin. Hún er ekki beint ógeðsleg heldur frekar skondin. Antony Hopkins er magnaður eins og alltaf í hlutverki Dr. Hannibal Cannibal Lekter. Julianne Moore er samt versti parturinn við myndina, því mér fannst hún ofleika hlutverkið. Gary Oldman var næstbestur (fyrir utan Hopkins að sjálfsögðu) sem illmennið Mason Verger, förðunin var glæsileg. Endaatriðið var svolítið flott og myndin er það einnig. Ekki missa af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er virkilega raunveruleg. Jonny Depp og Benicio Del Toro voru frábærir. Karakterinn sem Depp lék var stórskemtilegur og fyndin. Ég hafði bara mjög gaman af því að horfa á þessa mynd, hún er mjög öðruvísi en bandarísku formúlumyndirnar sem maður er svo mikið vanur. Hún er afar steikt. Skemmtilegir aukaleikarar láta sjá sig. Horfið endilega á myndina og dæmið hana sjálf. B R I L L J A N T.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær saga, frábær mynd. Memento er sýnd á afturábak og það er einn flottasti stíll sem sést hefur lengi. Leikurinn er glæsilegur og klippingin er snilld. Það er ekkert ofbeldi í myndinni þannig að þeir sem eru að leita af spennu skulu sleppa Memento, en aftur á móti þeir sem vilja sjá VIRKILEGA flotta og góða mynd skulu þá hiklaust velja þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dungeons and Dragons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ferlegar brellur og hundleiðinleg mynd í alla staði. Leikararnir eru flestir óþekktir(nema þessi úr American Beauty) og þeir standa sig ekki vel. Þetta er ekta barnamynd og ég mæli alls ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um bíla og ekkert annað. Ég er sammála þeim sem telja myndina vera lausa við söguþráð. Samt eru bílarnir alveg geðveikir og hraðskreiðir. Adrenalínið er alveg í botn og myndin getur talist sem fín skemmtun. Samt standa leikararnir sig frekar illa og persónur myndarinnar eru óáhugarverðar. Sjáið þessa ef þið viljið bara sjá flotta bíla, það er eina ástæðan til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi framhaldsmynd er alveg ömurleg í alla staði. Söguþráðurinn var bara miklu verri og auk þess er hún bara fyrirsjáanleg. Brendan Fraiser er ömurlegri en áður og mér leist heldur ekkert vel á hann í þeirri fyrstu, þó að hún hafi verið miklu betri. Lélegar brellur, léleg saga. Allt við myndina er lélegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scary Movie 2 var mun fyndnari en fyri myndin. Ég veit að það eru ekki margir sammála mér en mér fannst sú fyrsta heldur ekkert vera nein snilld eins og margir segja. Mér fannst Excorcist djókið vera frábært, atriðið með köttin og Hollow man djókið var hræðilegt. Leikararnir standa sig mjög vel og persónurnar eru góðar. Scary Movie 2 er skemmtileg grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cats and Dogs var léleg tæknibrelluræma. Trailerinn var frekar skondinn en myndin var bara allt öðruvísi en ég hélt. Hún er ein versta myndin sem ég sá í sumar(og fellur í sama hóp og Mummy Returns og Pearl Harbour). Bara þeir sem eru undir 5 ára skulu sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pearl Harbor er sögð í hér um bil þremur hlutum, sá fyrsti er þegar við kynnumst persónunum, sá næsti er bara árásin sjálf (sem var pottþétt besti parturinn), svo gerist þriðji parturinn eftir árásina og eitthvað fleira sem skiptir litlu máli því að þetta verður allt svo rosalega væmið. Ég skil ekki hvernig hópur svona góðra leikara hefðu getað tekið við slíkum hlutverkum(mér leist illa á persónurnar). Árásin sjálf var(eins og ég sagði) var í meira en hálftíma en einnig var hún albesti partur myndarinnar, þó að þetta hafi ekki verið neitt annað en tæknibrellur allann tímann. Ben Affleck og hinn gaurinn voru lélegir. Pearl Harbor var sú allra mesta vonbrigði sem ég sá í sumar, mér fannst líka trailerinn vera bara nokkuð fínn. Ég mæli alls ekki með Pearl Harbor því að hún er ofurlangdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá Shrek(með ensku tali) kom hún mér mikið á óvart. Mér fannst húnn vera mjög fyndin og bara alveg virkilega skemmtileg. Útlitið og grafíkin er alveg óviðjafnanleg(Final Fantasy slær hana samt örugglega út). Mike Myers, Eddie Murphy og Cameron Diaz fara á kostum með raddirnar sínar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta myndin var skemmtileg, önnur myndin var miklu miklu verri. Þriðja myndin var vonbrigði en samt betri en númer tvö. Myndin var algjörlega laus við söguþráð og líka góðann leik. Ýmis spennuatriði eru samt sem áður þokkaleg en bjarga ekki miklu. Tea Leoni(Family Man) var óþolandi allan tímann og mér leist sérlega illa á persónu hennar. Nýja risaeðlan(uggeðlan)var mjög flott og er helmingi betri en grameðlan úrelta. Flugeðlurnar voru samt flottastar. JP-3 er bara allt-í-lagi mynd sem hefði getað verið mun skemmtilegri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtilegri, fyndnari, betri og bara ferskari. Jackie Chan og Chris Tucker eru drepfyndnir sem aðalpersónurnar. Stelpan úr hinni drepfyndnu(margir partar voru hlægilegir) Crouching Tiger Hidden Dragon er mjög fín. Rush Hour 2 er engin snilldargamanmynd en samt prýðisgóð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ágætlega spenntur yfir að sjá Planet of the Apes endurgerðina og hún kom mér svolítið á óvart. Ég átti reyndar von á ömurlegri mynd. Tim Roth, Helena-Bonham Carter og risinn úr The Green Mile voru frábær. Mark Wahlberg var samt sem áður glataður og það sem dró myndina niður var ömurlegi endirinn. Hún er samt mun betri en gamla myndin. Búningarnir og förðunin sérstaklega var glæsileg. Umhverfið var stórfínt. Samt vantaði söguþráðinn(úpps). Kíkjið bara á hana og dæmið sjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Score
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég byrja á því að segja að The Score hafi verið þokkaleg afþreying. Edward Norton er frábær leikari (hann var alveg stórgóður í American History X, Fight Club og Keeping the Faith) og mér fannst hann standa sig allra best, Robert gamli DeNiro var líka fínn sem innbrotsþjófurinn og aðalkarakter myndarinnar. Það kom mér á óvart að sjá Marlon Brando(The Godfather, Apocalypse Now) sem kom aðeins inn á milli atriða en sú sem fór mest í taugarnar á mér var Angela Bassett, sem átti eina kvennhlutverk myndarinnar. Trailerinn benti til að þessi mynd ætti að vera einhver stórglæpamynd en svo kom bara að því að hún var allt öðruvísi. The Score kom mér aðeins á óvart(sérstaklega í lokin) og ég mæli ágætlega með henni. Þetta er samt ENGIN hasarmynd. Norton er samt góður(eins og alltaf).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Drepfyndin. Rat Race var mun fyndnari mynd en ég bjóst við, Rowan Atkinsson( Mr Bean, það þekkja hann allir örugglega) var fyndnastur sem ítalinn og John Lovits( fjölskyldumaðurinn) var líka frábær, sérstaklega Hitler atriði hans. Hinar persónurnar voru líka skemmtilegar. Myndin fjallar um ríkann spilavítiseiganda sem býður lið fólks tilboð um að fara frá Las Vegas til Mexíkó og þar bíður 2. 000. 000. í seðlum í peningaskáp. Rowan Atkinson, John Lovits, Cuba Gooding jr, Whoppi Goldberg og Seth Green eru þessi lið og þau eru líklega þekktust. Rat Race er kanski ekki alveg alltaf fyndin, ég hló ekki að ýmsum atriðum eins og til dæmis þegar kona nokkur dettur niður stiga,það átti líklega að vera bráðfyndið en var það ei. Kynningin í byrjun myndarinar var fyndin. Endirinn var samt aðeins öðruvísi en ég hélt og hann olli mér talsverðum vonbrigðum þó að á lokum var ég sáttur við hann. Ýmis atriðin í myndini voru frábær og vel gerð. Vinse Veiluff var svolítið óþolandi samt sem áður en persóna hans var svolítið skondinn. Ég mæli ágætlega með Rat Race, hún er meðal bestu gamanmynda sem ég sá á árinu. Það hafa líka ekki verið margar góðar grínmyndir á árinu hingað til, þó að ég bíði spenntur eftir að sjá American Pie 2. Kíkið á Rat Race.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tomcats
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tom Cats er bráðfyndin og skemmtileg grínmynd sem fjallar um mann sem þarf að finna vinkonu handa vini sínum til að fá pening úr sjóð. Piparsveina sjóð. Leikararnir eru reyndar lélegir en margir brandarar ganga upp þó að þeir geta verið ógeðslegir. Tónlistin er góð og TomCats er það einnig. HÚN ER MIKLU BETRI EN AULAGRÍNMYNDIRNAR Dude, Wheres my Car, Scary Movie Litle Nicky og the Replacement.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

A I er mjög góð mynd, mjög öðruvísi í alla staði. Þegar ég sá trailerinn átti ég von á væminni fjölskyldumynd en hún var bara miklu frumlegri og sniðugari. Þar að auki er hún óvæntari. Steven Spielberg er mjög góður leikstjóri að mínu mati og hann hefur gert snilldarmyndir eins og Saving Private Ryan, Shindlers List og Jurrasic Park nr. 1. Haley Joel Osmont er jafn góður sem leikari og Steven Spielberg er sem leikstjóri og handritshöfundur. Jude Law(Enemy at the Gates, ExistenZ) var einnig stórskemmtilegur sem ástarélmennið Gigalow Joe. Svo fannst mér bangsinn Teddy vera svolítið fyndinn, og hann er svona funny-sidekick myndarinnar. Myndin byrjar frekar væmin, en samt er hún skemmtileg þá. Svo eftir það verður myndin alveg snilld, í bæði útliti og hvernig hún nær að skemmta manni. Ég var bara ósáttur við seinasta hálftímann, mér fannst hann flottur en samt langdreginn, myndin er það samt ekki. Robin Williams á sér skemmtilegt aukahlutverk þar sem hann fer með rödd Dr. Know. AI er hin fínasta afþreying. Mér finnst eins og allir þeir sem fíla Stanley Kubrick(hann á sinn hlut á myndinni) og Spielberg, og bara þeir sem vilja sjá góðar myndir verða að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hollow Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hollow Man er stórskemmtileg og afar flott spennumynd, þar sem brellurnar eru alveg stórkostlegar. Kevin Bacon er alveg stórgóður sem ósýnilegi vondi kallinn. Myndin er mjög spennandi, flott og góð í byrjun en í lokin er hún svolítið klisjukennd og fyrirsjáanleg og það er eini gallinn. Ég mæli með Hollow Man fyrir þá sem vilja kíkja á góðan spennuþriller.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei