Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef lesið hérna að fólk sé að bera saman Eragon og LOTR þá langar mig að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.


1. Eragon bókin sem ég á er 544 síður og mér fannst hún þrælskemmtileg. Myndin er 104 mín og náði engan veginn að komast nærri skemmtanagildi bókarinnar.

2. The fellowship of the ring bókin mín er 432 síður og myndinn er 208 mín (lengri útgáfan).


Í þessu felst stóri munurinn. Það er alltof mörgum atriðum sleppt og einfaldað alltof mikið í Eragon myndinni. Tæknilega er myndin vel gerð. Ég hreyfst af drekanum, hvernig er annað hægt, og leikurinn var í lagi. Annað er varla hægt að segja um þessa mynd.

Aðdáendur bókarinnar verða fyrir vonbrigðum. En þetta er fyrsti partur af þremur. Ég ætla mér að sjá hinar en ég geri mér engar vonir, ólíkt því sem ég gerði til þessarar myndar.

Christopher Paolini getur varla verið ánægður með þessa afskræmdu útgáfu af sögunni hans.

Kveðja,

Vilhelm
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky Balboa
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gapi af undrun eftir að hafa horft á þessa mynd. Þessu átti ég svo sannarlega ekki von á. Þetta er næst besta Rocky myndin, aðeins fyrsta myndin er betri.

Sylvester Stallone og Burt Young snúa aftur í 6. Rocky myndinni og eiga stórleik.

Sagan var frábær, leikurinn góður, tónlistin eins og við var að búast (ég tók þó ekki eftir Eye of the Tiger), myndatakan og klippingin góð. Sly í frábæru formi. Það besta við þessa mynd er að Rocky serían endar ekki á hörmunginni sem var Rocky V.

Ég vill ekkert vera að segja frá söguþræðinum en unnendur fyrstu Rocky myndarinnar verða ekki fyrir vonbrigðum. Þarna er farið aftur til upphafsins og dregið úr actioninu. Ég átti ekki orð.


Svo sannarlega verðugur endir á frábærri seríu frá Sly. Nú bíð ég eftir Rambo IV... ætli hún muni ekki heita John Rambo :D


Kveðja,

Vilhelm

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Signs...

Hvað er hægt að skrifa? Ég varð mjög ánægður með myndina, kom mér skemmtilega á óvart. Það eina sem var algjörlega fyrirsjáanlegt var að M. Night Shyamalan leikur aukahlutverk í myndinni (eins og venjulega í sínum myndum)


Mel Gibson og Joaquin Phoenix eru ekki eins og maður á að venjast þeim. Gibson leikur prest sem hefur snúið baki í trúnna. Skringilegir hlutir fara að gerast á akrinum hans þar sem uppskeran er pressuð niður eftir ákveðnum munstri. Hugsanlega geimverur???

Þetta er grunnurinn í þessari sérkennilegu en stórgóðu mynd.


Það er skrítið hvað maður tekur mikið eftir hlutunum þegar þá vantar í myndir, eins og tónlist. Það var í mörgum atriðum sem að mér fannst vanta tónlist en kom alls ekkert illa út, maður er víst orðinn svolítið vanur verksmiðjuframleiðslunni.


Flott mynd með fínum leikurum. Fær hiklaust 3 1/2 stjörnu hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg verð ég að viðurkenna að ég varð spenntur fyrir þessari mynd þegar ég sá sýnishorn úr henni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd er eins og ég bjóst við, ævintýramynd fyrir fullorðna. Það er spenna og ærslagangur, drama og hasar, tæknibrellur og tölvugrafík.

Matthew McConaughey og Christian Bale eru fínir í sínum hlutverkum. Greinilegt að Matthew McConaughey er búinn að vera duglegur í ræktinni. Full mikill harðjaxl fyrir minn smekk en svona er það bara.

Þó að hægt sé að segja að myndin sé eilítið fyrirsjáanleg þá er hún líka hin besta skemmtun. Ég tel reyndar að fólk sé farið að taka bíómyndir of alvarlega þessa daganna. Þær eiga að vera afþreying og undantekningarlítið ekkert annað.


Fín mynd farið og sjáið þessa í bíó, þetta er flottur hasar og hrein ágætasta skemmtun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The New Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona hefðbundin bandarísk High School gamanmynd. Lúserinn í skólanum ákveður að hefja nýtt líf og láta reka sig úr skólanum sínum til að geta byrjað uppá nýtt í öðrum skóla. Myndin er ágæt skemmtun og hægt að hlæja af henni, ekki mikið meira en það. Dj Qualls er sannfærandi í hlutverki aulans. Hann er samt eins og hann var í myndinni Roadtrip. Þessi mynd gerir endalaust grín af sjálfri sér. Allar týpur eru verulega ýktar svipað og var í Not another teen movie. Aularnir þvílíkt aulalegir og töffararnir allir hörkutól.


Ágæt heilalaus skemmtun sem skilur ekkert eftir. Það er víst tilgangurinn.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Castle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fín mynd. Redford og Gandolfini eru flottir í sínum hlutverkum. Þetta er svona Davíð á móti Golíat. Ég átti von á nákvæmlega því sem að ég fékk og er mjög sáttur við það. Það er formúlulykt af þessari mynd. Sárafátt sem kom á óvart. Myndatakan var mjög flott. Sálarstríðið er fyrirsjáanlegt. Gegnsæ mynd sem er hin besta skemmtun. Ekki fara alltaf í bíó og búast við meistaraverkum, búist við því að fara að eyða 2 tímum í afþreyingu. Ef að þið fáið meira, verið glöð. Ef ekki, þá fenguði það sem að þið lögðuð út með, afþreyingu.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bandits
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi kemur á óvart. Billy Bob Thornton og Bruce Willis leika 2 fanga sem að strjúka óvænt úr fangelsi. Þeir redda peningum fljótlega og taka upp þá yðju að ræna banka. Cate Blanchett leikur eiginkonu manns sem hættur er að taka eftir henni. Hún endar með bófunum á ótrúlegan hátt og inní þetta blandast ástarþríhyrningur milli þeirra. Myndin fór að þynnast í restina og á tímabili stóð ég mig að því að bíða eftir því að hún væri búin. Þá snýr myndin uppá sig og skilur mann eftir með kjálkan á gólfinu. Mæli því eindregið með þessari. Billy Bob er frábær í hlutverki fóbíu bófans, hann er með ofnæmi fyrir öllu og með allar fóbíur sem að nöfn eru til yfir. Cate Blanchett er flott og sannfærandi sem örvæntingafulla konan. Sjáið þessa í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei