Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Midnight in the Garden of Good and Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrein snilld. Leikararnir allir frábærir, þar ber helst að nefna Kevin Spacey sem er helvíti flottur í hlutverki 'nouveau riche' listaverkasala í Suðurríkjum BNA. Kynklæðskiptingurinn Lady Chablis leikur sjálfa sig á óaðfinnanlegan hátt. John Cusack er flottur, og Alison Eastwood er bara drullugóð, þó svo hún sé dóttir leikstjórans. Allur 'dialog'-inn er frábær, sérstaklega samræður Cusack og Spacey, að ógleymdum línum Lady Chablis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei