Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Whole Nine Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð gamanmynd sem allir ættu að sjá. Bruce Willis og Matthew Perry voru alveg frábærir. Mæli eindregið með Þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

STÓRKOSTLEG. Það er það eina sem hægt er að segja um þessa mynd. Hún er í alla staði óaðfinnanleg. Leikararnir eru allir sem einn frábærir, tónlistin góð, handritið gott sem og leikstjórn. Allt þetta hjálpar til við að gera bestu íslensku kvikmyndina hingað til. Frábær og áhrifarík kvikmynd. Friðrik Þór: TIL HAMINGJU!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happiness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

SNILLD. Í einu orði sagt. Þvílkík mynd. Einhver sú raunsæasta og besta mynd sem ég hef séð lengi. Við fylgjumst með lífi nokurra persóna sem að tengjast allar á einn eða annan hátt. Myndin vekur óhug, því er ekki að leyna en hún skilur gífurlega mikið eftir. Mjög svo átakleg og grábrosleg kvikmynd. Mæli eindregið með henni þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fight Club er á margan hátt áhugaverð mynd og veltir upp mörgum spurningum m.a. um geðveiki. Fyrri hlutin myndarinnar er geysilega vel gerður og áhugaverður en seinni hluti myndarinnar missir marks.Myndin gengur bara ekki upp, það voru of margir lausir endar í lokin. Umgjörð og tónlist er góð og leikurinn hjá Norton og Pitt draga myndina svona rétt upp yfir meðalmennskuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Astronaut's Wife
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki bjóst ég við miklu þegar ég fór á leiguna og tók þessa mynd. Búinn að heyra slæma gagnrýni o.s.frv. En ég verð að segja það að þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Hún byggir upp spennu frá fyrstu mínútu og fram á þá síðustu. Öðruvísi vísindatryllir og nokkuð góður sem slíkur.C harlize Theron er að sanna sig í Hollywood og Johnny Depp er traustur að vanda. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
October Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er langt síðan mynd hefur komið mér jafnmikið á óvart. Þetta er mynd í hæsta gæðaflokki, nánast óaðfinnanleg. Leikur, leikstórn, handrit, tónlist og bara allt hjálpast að við að skapa eina ógleymanlegustu mynd ársins. Hún fær nokkra Óskara þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Out-of-Towners
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nýjasta myndin með Steve Martin er langt frá því að komast nálægt hans bestu myndum eins og t.d. Planes,Trains and Automobiles og The Jerk en Out of Towners er samt alveg ágætis afþreying en ekki meira en það. Myndin er ein klisja og væmnin eiginlega of yfirgengileg en ágætis punktar á milli og John Cleese lyfta myndinni upp í melalmennskuna. Fín mynd svona klukkan 15:00 á sunnudegi þegar maður hefur EKKERT betra að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei