Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð bregðumynd, engin Ring samt sem áður. Er einnig búinn að sjá japönsku forvera þessarar myndar JU-ON og finnst mér þessi ameríska endurgerð betri. Ekkert meira en bara ágæt hrollvekja, kemur aldrei til með að verða sígild.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Oldboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var svo heppin að eiga 1/2 bróður sem á þessa mynd á DVD, fékk hana lánaða og varð ekki fyrir vonbrigðum, skemmtilega steikt mynd oft á tíðum en nenni ekki að vera einhver kvikmynda wisguy og segji bara að mér fannst hún mjög góð og mæli eindregið með henni, svo er annað með Hollywood remake sem kemur 2006, efast að hún nái þessari frekar en margar aððrar endurgerðir.

Koller Krusty rúllar !!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór með ekki of miklum væntingum, myndin byrjar með látum og missir ekki dampinn allan tímann. Keyrð á mikilli spennu, blóði og snilldarplottum. Eini mínusinn er Leigh Wannel, hann er frekar ósannfærandi. Allir aðrir leika vel og ótrúlegt hvað hægt er að gera svona góða mynd fyrir mjög lítinn pening. Þetta er mynd sem mun eldast mjög vel. Fanns Seven góð, þessi er mun betri.

Það mun líða langt þar til að svona góð mynd í þessum flokki kemur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ocean's Twelve
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Úff, leiddist afar mikið á þessari mynd, fyrri myndin töluvert skárri. Þessi fannst mér mjög langdregin, ruglingsleg myndataka sem fékk mann til að verkja í höfuðið. Ofurstjörnu cast einum of mikið. Eina jákvæða var afar fagurt location, tilbreyting frá þessu plane ameríska heimi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Drepleiðinleg, þung og drungaleg. Frábært svefnmeðal sem sekkur manni í djúpan svefn, hvað þá að vera að eyða peningum í að kaupa lengri úgáfuna, cry me a river, þetta er steikt. Star Wars þrennan er 100sinnum betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gott svefnmeðal eins og fyrsta myndin, þung drungaleg og leiðinleg !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Með ofmetnustu kvikmyndum allra tíma, enginn vafi að þær eru vel gerðar og allt það, en fátt er eins leiðinlegt og yfir 3 tíma þung, dimm og langdreginn ævintýraþvæla. Kemst ekki nálægt Indiana Jones myndunum og hvað þá Star Wars þrennunni. ( gömlu ) En frábær mynd ef maður þarf að sofna fljótlega, þá er Lord of the Rings mesta svefnmeðal allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afturför frá Episode I, Hayden Christensen med lélegan leik, manni fannst Mark Hamil ekkert spe í gömlu þrennunni þó hann passaði vel sem Luke, Hamil er snilld við hliðina á Hayden. Mér finnst þessi mynd hafa haft alla möguleika á að verða góð en einhvern veginn klúðrast þetta á marga vegu hjá George Lucas. Viðurkenni að það er ógerlegt að gera eins góða þrennu og gömlu, en tel að Lucas hefði átt að afhenda Spielberg þessa þrennu og láta hann alfarið sjá um að kvikmynda hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stella í framboði
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Úfff, hræðilegt framhald. Langt síðan manni hefur leiðst eins mikið og yfir þessari mynd, eins og maður hafði nokkuð gaman af fyrri myndinni, ferskari og öll léttari í alla staði. Þetta er verra en framhaldið af Dalalíf, þeas Löggulíf. Hvernig ætli framhald Með allt á hreinu verði ? Líst ekki vel á blikuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei