Náðu í appið
Gagnrýni eftir:First Daughter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg um dóttur forseta bandaríkjanna. Hún fer í skóla og vill eiga eðlilegt líf utan hvítahússins fjarri öryggisvörðum og vill falla inní fjöldann. það er nú frekar þar sem tveir jakkafataklæddir öryggisverðir fylgja henni hvert fótmál. Hún eignast herbergisfélaga sem er afbrýðissöm út í athyglina sem hún fær og hún kynnist strák sem tekur henni eins og hún er, eða það heldur hún allavega.

þetta er svona týpísk prinsessumynd með fallegum kjólum og kórónum enda minnir stelpan óneitanlega á princess diaries myndina. . ekta unglings-stelpumynd um skólalíf, ástir, afbrýði.... fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei