Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Blindsker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins mikill aðdáandi Bubba og undirritaður er þá var ekki hægt annað en að vera svolítið svekktur yfir niðurstöðu þessarar myndar. Í raun er ekki neitt nýtt að koma á yfirborðið,illa sagt frá öllum tímabilum og endalaus skot af blaðagreinum í staðinn fyrir að sýna tónleikaupptökur eða kallinn í stúdíói að fíla sig eitthvað. Það vita allir hver Bubbi Morthens,meira að segja lítil börn sem hafa engan áhuga á tónlist vita hver hann er þannig að mig finnst að það hefði alveg mátt kafa aðeins dýpra í leit að þeim Bubba sem við þekkjum kannski ekki. Tónlistin fær auðvitað plús enda er hann kóngurinn en heldur slöpp mynd,því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Splendor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni ein athyglisverðasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Fjallar hún um Harvey Pekar,djass og myndasöguaðdánda sem dag einn byrjar að skrifa sína eigin myndasögu byggða á eigin lífi og eins og við má búast er mikill raunveruleikastimpill yfir öllu saman og náttúrulega enginn ofurmannabragur á þessu. Sem er akkúrat það sem virkar. Gaurinn skrifar um það hvað hann er þunglyndur,reiður,leiður og graður og þessi hreinskilni skilar ótrúlega góðri útkomu. Sjálfur man ég eftir að hafa séð hann koma fram í Letterman-þættinum og hugsaði með mér:hver í andskotanum er þetta??. Og nú er komin mynd um þennan snilling. Paul Giamatti er ótrúlega góður í þessu hlutverki og fær maður að sjá hvað hann nær rödd og hegðun Pekar vel þar sem hinn raunverulegi talar yfir myndinni og kemur fram líka. Persónulega hélt ég að Giamatti myndi aldrei ná að halda uppi mynd sjálfur þar sem hann var búinn að fá á sig smá aukaleikarastimpil(Man on the moon og Private Parts ættu allir hafa séð)en hér er hann í esssinu sínu og sýnir frábær tilþrif. Hvernig myndin er sett stundum upp eins og myndasaga er líka flott. Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost Highway
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega góð mynd frá virkilega skrýtnum leikstjóra. Þegar ég sá hana fyrst þá stórbrá mér að maðurinn skyldi ekki vera á geðveikrahæli. Allir leikarar eru stórfínir og Robert Blake er alveg sjúklega geðveikur í sínu hlutverki. Þessi frammistaða eiginlega sannaði fyrir mér að hann sé sekur um að skjóta konuna sína,hann er það geðveikur. Bill Pullman er líka fínn í sínu hlutverki og tónlistin er ótrúlega áhrifamikil. Súr en flott mynd sem er alveg þess virði að upplifa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Everything You Always Wanted to Know About Sex*
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega skemmtileg og fyndin mynd frá Allen. Þessi mynd eru nokkrir sketchar og hver öðrum fyndnari og eins og nafnið gefur til kynna er kynlíf viðfangsefnið. Það er einhvern veginn ekki hægt að segja mikið frá neinu án þess að skemma eitthvað innihald myndarinnar þannig að endilega kíkið bara á hana,það á enginn eftir að sjá eftir því. Tvímælalaust með því fyndnasta sem Woody Allen hefur gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Feebles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja um Meet the Feebles annað en þetta er snilld og ekkert annað. Myndin fjallar um broddgölt sem er að elta uppi draum um að vera hluti af Feebles-genginu sem er vinsælt sýningarfyrirbæri. Þar verður hann ástfanginn og hlutirnir byrja að gerast. Í rauninni er ekkert rosalegt plotline í myndinni en húmorinn er bara ótrúlega vanheill. Meðal karaktera eru rostungur sem stjórnar leikhúsinu,bolabítur sem er badboy hægri hönd hans,refur sem er leikstjórinn,kanína með kynlífssjúkdóm og fluga sem er æsifréttamaður,krókódíll sem er eiturlyfjasjúklingur,fíll sem sniffar af nærbuxum annarra og svín sem er átfíkill. Ástir,framhjáhöld,eiturlyf,niðurtúrar og morð og endalaust af annari vitleysu gera þetta að einni skemmtilegustu skemmtun sem til er. Það besta við þetta allt er að Peter Jackson fékk slatta af pening til að gera alvöru mynd eftir að hafa gert Bad Taste en fór allt aðra leið og gerði þessa snilld. Ef þið fílið Peter Jackson verðið þið að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þetta var svona mynd sem maður heyrði eiginlega ekkert um en vissi að var tilnefnd til fullt af verðlauna og horfði ég ekki á hana fyrr en ári eftir að hún kom á vídeó. Allir leikarar eru til fyrirmyndar og sagan sjálf er ótrúlega góð. Veit ekki hvað er hægt að segja nema þetta er mynd sem að maður verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær drama sem byggir á sannsögulegum atburði. Charlize Theron sýnir hér ótrúlegan leik og þvílík umbreyting á einni manneskju. Hálf óhugnanlegt. Myndin er í alvarlegri kantinum en með betri dramamyndum sem maður hefur séð. Christina Ricci er líka með góða túlkun á sínum karakter og gaman að sjá hana í alvöru mynd. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
No Man's Land
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

No Man´s Land vann Óskarinn og Golden globe verðlaunin og átti það svo sannarlega skilið. Fjallar aðallega um tvo óvini sem eru fastir saman í skotgröf. Samtölin eru ótrúlega góð og myndin er bara algjör snilld. Gott dæmi um vandaða mynd og þar að auki frumraun leikstjórans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Life of David Gale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ótrúlega góð mynd sem kom svona skemmtilega á óvart. Kevin Spacey er náttúrulega snillingur og sýnir flottan leik. Laura Linney er líka góð en sagan er alveg ótrúlega sniðug og er þessi mynd alveg meira en vel þess virði að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem olli töluverðum vonbrigðum. Það voru eitt og eitt atriði sem maður gat brosað(ekki hlegið)að og var það einfaldlega ekki nóg. En leikararnir stóðu sig ágætlega og þá sérstaklega Matt Damon. Farrelly-bræður sögðu um daginn að þeir ættu ennþá eftir að gera sína bestu mynd og sem aðdáandi þeirra vona ég að það sé rétt en þessi er allavega ekki góð upphitun hjá þeim. Persónulega hefði ég viljað sjá hana bara í sjónvarpinu...eða bara ekki sjá hana yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja um Big Lebowski annað en að hún sé algjör snilld. Án efa langbesta og langfyndnasta mynd sem Coen-bræður hafa sent frá sér og leyfi ég mér að efast um að þeir eigi eftir að gefa út betri mynd nokkurn tímann. Handritið er pottþétt og karaktersköpun er með eindæmum skemmtileg,samtölin ótrúlega fyndin og flott og leikarahópurinn er ótrúlegur. Jeff Bridges í allt öðruvísi hlutverki en hann er vanur,John Goodman í hörkuformi og Steve Buscemi er bara alltaf snillingur og að ógleymdum John Turturro í ótrúlega skemmtilegu aukahlutverki. Síðan eru Julianne Moore og Phillip Seymour líka traust í sínum hlutverkum. Fáránlega fullkomin mynd. Ef þú hlærð ekki að þessari þá áttu ekki skilið að hlæja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Four Rooms
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd(ásamt Big Lebowski) er einfaldlega langfyndnasta mynd sem ég hef séð. Tim Roth fer á svo miklum kostum að 1/3 væri nóg. Fyrsti hlutinn af fjórum sögunum er slappastur en eftir það er maður í stökustu vandræðum með að hemja hláturtaugarnar. Það eru ótrúlega margir aukaleikarar í þessari mynd og má þar nefna Bruce Willis,Antonio Banderas,Madonna og margir fleiri. Ef þú átt eftir að sjá þessa ráðlegg ég þér að láta hana hafa forgang.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta mynd frá meistara Tim Burton. Eins og ávallt er þessi mynd rosalegt sjónspil og uppfull af skrautlegum persónum. Margir aukaleikarar sem koma við sögu og má helst nefna Steve Buscemi sem er einn af mínum uppáhaldsleikurum í skemmtilegu hlutverki.Albert Finney og Ewan McGregor eru báðir ótrúlega skemmtilegir í sínum rullum en persónulega fannst mér Finney skara mest framúr. En allavega góð mynd sem allir ættu að geta haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Radio
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Radio er mjög hugljúf og skemmtileg mynd og þar að auki sannsöguleg. Fjallar hún ruðningsþjálfara og þroskaheftan strák sem er alltaf að flækjast nálægt æfingasvæði hans. Eftir að strákurinn er lagður í einelti af ruðningsstrákum þjálfarans tekur hann drenginn undir sinn verndarvæng og lætur hann hjálpa sér við hitt og þetta. Myndin er bráðfyndin og þar fær Cuba Gooding að njóta sín í brilliant útfærslu á þessum þroskahefta dreng. Auk þess er Ed Harris alltaf traustur. Mynd sem er alveg þess virði að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem var búið að blása ansi mikið upp og var þar af leiðandi bara fín. Svolítið fyrirsjáanleg sem er alltaf leiðinlegt. Tim Robbins og Sean Penn fara reyndar á kostum og verður það ekki tekið af þeim. Marcia Gay Harden er ótrúlega asnaleg í þessu hlutverki og virkar eins og hún sé þroskaheft eða eitthvað sem er hálf sorglegt því hún er massaleikkona.

Annars fín afþreying svona rétt fyrir svefn,ekkert meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Mighty Wind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekkert annað en meistarastykki hér á ferð. Horfði á Best In Show og trúði ekki að hægt væri að gera fyndnari mynd en A Mighty Wind slær henni skemmtilega við. Myndin er þessum skemmtilega mocu-mentory stíl þar sem samtöl og viðtöl eru frábærlega sett upp og vitleysan fer aldrei það langt í öfgarnar að þetta verði tilgerðarlegt. Allir leikarar standa sig frábærlega og ýktur leikur er eitthvað sem þú finnur ekki í þessari mynd og tónlistin er svo mögnuð að öll lögin hefðu átt að vera tilnefnd til Óskarsins(Kiss at the end of a rainbow var tilnefnt en tapaði fyrir LOTR sem var ömurlegt). Í gagnrýni á þessari mynd er myndin rökkuð niður án þess að horft væri á alla myndina. Ég bið fólk að dæma ekki fyrirfram og horfa frá upphafi til enda því hér leynist snilld sem vert er að horfa á. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wonder Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð og húmor sem hittir í mark. Allir leikarar eru frábærir og þá sérstaklega Douglasinn. Langbesta mynd sem Tobey hefur leikið í og þá sömuleiðis Katie Holmes(örugglega eina góða myndin). Robert Downey kom á óvart og það er eitthvað við McDormand sem snertir kvikmyndataugarnar hjá manni. Leikstjórn er til fyrirmyndar og handritið eitt það þéttasta. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Best in Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af þessum gullnu molum sem rataði ekki inn í kvikmyndahaus margra einsog svo oft gerist. Best in show er ein fyndnasta og skrítnasta mynd sem ég hef séð í langan tíma og karakterarnir sem koma í myndinni eru einhverjir þeir athyglisverðustu sem ég hef séð. Allir leikarar standa sig vel og myndin virkar flott í þessum heimildamynda-stíl og mættu fleiri fara að spreyta sig á þessum stíl. Þetta er skylduáhorf þar sem atriði eftir atriði verður fyndnara en það næsta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÞVÍLÍK SNILLD!!og þakkir til Tarantino fyrir að gera það sem HANN vill(tek það fram).KillBill er tribute mynd frá Tarantino til þeirra sem hann fílar og hafa mótað hann sem leikstjóra.Persónulega held ég að hann hafi ekki mikið verið að reyna að höfða til aðdáenda sinna heldur hafi einungis verið að stunda einu stærstu sjálfsfróun sem um getur.Og það er bara flott.Þetta er annaðhvort mynd sem þú elskar eða hatar.Ég elska þessa mynd því Hollywood er gefið langt nef með þessari ræmu.

Hún er mjög vel gerð,leikarar eru fínir og bardagatriðin eru flott en sú staðreynd að hann ákvað að gera mynd einsog þessa er það sem gerir þetta allt svo flott.

Fjórar fyrir snillinginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég féll í þá feitu gryfju að halda að hér væri hasarmynd um að ræða.En allt kom fyrir ekki,myndin var ótrúlega hæg og mér persónulega fannst ekkert merkilegt í gangi með atburðarásina en það þýðir ekki þar með sagt að þetta sé vond mynd.Ang Lee er snillingur,á því er enginn vafi og er myndin í alla kanta mjög flott í tæknilegum atriðum o.s.fr.STÓr+ fyrir CGI Hulkinn sem var mjög flottur en það var ekki nóg því afþreyingargildið var í núlli.Ef ég hefði lesið gagnrýnirnar fyrir ofan hefði ég án efa horft á þessa mynd með öðrum væntingum.En tvær stjörnur fyrir listrænt gildi og auka hálf fyrir mjög svo trúanlegan Hulk er samt bara tussufín einkunn ;D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Carlito's Way
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Töff mynd um mafíósann Carlito Brigante sem sem losnar úr fangelsi fyrr en ætlað var og ákveður að snúa blaðinu við en gengur ansi brösuglega með það. Hér eru toppleikarar í toppmynd að fara á miklum kostum og þá sérstaklega verð ég að nefna Sean Penn sem er algjör senuþjófur sem hinn kókaínháði lögfræðingur Pacino´s. Leikstjórnin er góð ásamt leik og myndin skartar skemmtilegum aukaleikurum sem hafa áhrif á framvindu mála. Töff mynd með flottri sögu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scarface
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áhrifamikil mynd um flótta/Kúbumanninn Tony Montana þar sem við fylgjumst með því hvernig hann vinnur sig upp í kókaínheiminum nánast upp á eigin spýtum. Fyrir utan það að leikstjórnin er pottþétt og það hvað leikurinn er frábær þá er það handritið sem er svo magnað að orð fá því varla lýst. Ekki er hægt er að finna dauðan punkt í þessari mynd og þar af leiðandi fær hún fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hollywood Ending
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg þar sem Allen sjálfur fer á kostum sem leikstjóri sem virðist alltaf lenda í einhverjum áföllum þegar hann á að taka að sér verkefni.Fær tilboð um að leikstýra stórmynd og missir sjónina en ákveður samt að reyna að klára myndina. Allen hefur vaxið í áliti hjá mér en aðallega vegna eldri mynda hans og ég er viss um að myndir hans myndu glata öllu ef hann léki ekki sjálfur í þeim þó að hann sé nú ekki besti leikarinn sem maður hefur séð. Hollywood Endings er fínasta afþrying en af gefnu tilefni(þar sem hún er ekki á Kvikmyndir.is)vil ég benda ÖLLUM(áhersla,takk) á að sjá EVERY THING YOU ALWAYS WANTED TO KNOW ABOUT SEX...BUT WERE AFRAID TO ASK.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst við svaka hasar þegar ég var að fara að horfa þessa mynd. Því miður þá er það ekki þannig en þess í stað er mikil karakter þróun og maður fær að kynnast öllum þrem til fjórum aðalpersónunum mjög vel. En það tekur bara alltof langan tíma. Eftir ansi margar mínútur var ég farinn að geispa og síðan kemur spennandi kafli en aldrei það skemmtilegur. Í raun er allt gott við þessa mynd nema það að það vantaði allt afþreyingargildi í þessa mynd. Hulk er það flottasta í CGI(ásamt Gollum)sem ég hef nokkurn tíma séð og fær myndin þessar tvær stjörnur fyrir það sem er flott fyrir augað og fyrir fínan leik,en missir því miður marks þegar kemur að hasarnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega falleg og vel gerð mynd sem fer beint á topp fimm af bestum íslenskum myndum. Allar samræður í myndinni eru ótrúlega skemmtilegar og leikararnir allir sína stórleik hvort sem það er aðalhlutverk eða aukahlutverk. Tónlistin spilar stórt hlutverk og nýtur sín vel og á réttum stundum. Þessi mynd á öll verðlaun skilið. Hiklaust fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Magnolia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega góð mynd en af allt öðrum toga en maður bjóst við eftir að P.T.Anderson gerði Boogie Nights.Myndin líður áfram ótrúlega hægt nánast allan tímann nema þá helst þegar Tom Cruise er á skjánum en allir atburðir,stórleikur ofan á stórleik og frábærar samræður gera þetta eina af skemmtilegri myndum sem ég hef séð.Það er varla hægt að taka einhvern ákveðinn leikara og segja að hann hafi staðið sig best en þó fannst mér hlutverk Tom Cruise það skemmtilegasta.Endirinn á myndinni breytti sýn minni á kvikmyndagerð enda er það með eindæmum flott.Frábær mynd með fullt af úrvalsleikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af betri myndum sem Oliver Stone hefur gert og langbesta myndin sem Kostnerinn hefur tekið þátt í.Allt varðandi morðið á John F.Kennedy gert góð skil og vekur áhuga manns á þessum atburði.Leikarar standa sig allir með prýði og leikstjórnin í góðum höndum snillingsins Stone.Gary Oldman er flottur sem Lee Harvey Oswald.Ótrúlega góð mynd um einn athyglisverðasta og umdeildasta atburð í sögu Bandaríkjanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Irreversible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega áhrifamikil mynd sem fer með mann í gegnum allan tilfinningaskalann.Upphafsatriðið er vægast sagt viðbjóðslegt en ótrúlega flott og væri hægt að segja frá því aftur og aftur en það myndi ekki hafa áhrif fyrr en þú sérð það á skjánum.Og annað atriði er eitthvað sem ég er einfaldlega að reyna að blokkera ú minninu því það er langt og ótrúlega átakanlegt.

Leikarinn Vincent Cassel er frábær og Belucci er flott líka.Myndatakan er stundum ruglingsleg en gefur myndinni flott lúkk.Tónlistin er magnþrungin og svo er hún líka sýnd afturábak sem er ótrúlega kúl fyrir framvindu myndarinnar.Semsagt,snilldar mynd sem skilur mann eftir í tilfinningarússíbana sem stoppar ekki fyrr en löngu eftir að maður er búinn að sjá´ana.

Fjórar stjörnur og must see mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Attack on Titan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

25th hour er hæg mynd en mjög góð og vel leikin.Samtölin eru skemmtileg og allt sem gerist er ótrúlega raunsætt og fær mann til að hugsa aðeins.Barry Pepper kemur sterkur inn og sýnir ágætisleik og Phillip Seymour Hoffman er einfaldlega einn besti leikarinn sem Hollywood á í dag og er einn af fáum leikurum sem ég hefði getað séð í því hlutverki sem hann var í.Hann(ásamt John C.Reilly) er ókrýndur konungur aukahlutverkanna og hefur aldrei klikkað.Það er gaman að sjá loksins mynd þar sem maður getur samhæft sig með aðalpersónunni og sagt:ef ég fer bara aðeins útaf beinu brautinni,þá gæti þetta gerst fyrir mig líka.

Þrælfín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langskemmtilegasta njósnamynd sem ég hef séð.Allir leikarar standa sig vel og er söguplottið magnað.Fátt er yfirdrifið en miðað við NR2 þá er það bara peanuts.Það sem er svalast við þetta er hvað myndin er keimlík gömlu þáttunum sem voru náttúrulega frábærir.Mæli hiklaust með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gott dæmi um misheppnaðar framhaldsmyndir er þessi ræma hér.Ég man þegar hún var að koma út var maður með titring af eftirvæntingu en kom síðan einsog uppvakningur útúr bíóinu.Hef reynt að horfa á hana aftur og jafnvel aftur í von um að hún virki betur en það er ekkert á leiðinni að gerast.Öll dulúðin og óvissan í fyrstu myndinni var því miður ekki til staðar hér og sorglegt fannst mér að allt í einu var Ethan Hunt orðinn einhver leðurtöffari og áreynslulaus súperhetja.Rosalega tilgangslaust að hafa Hopkins þarna því hans hlutverk hefði alveg eins verið flottara sem bara rödd í síma eða eitthvað.

Allavega leiðinleg mynd þegar allt kemur til alls.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweet and Lowdown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Woody Allen kemur hérna með mjög skemmtilega mynd um gítarsnillinginn Emmett Ray og byggir myndina upp einsog um alvöru karakter sé að ræða.Hugmyndin er mjög góð og leikarar standa sig allir með prýði og þá sérstaklega Penn.Tónlistin í myndinni spilar náttúrulega stórt hlutverk og er með eindæmum góð.Persónulega er ég ekki Hyper-aðdáandi Woody Allens en þetta er besta mynd hans síðan All you wanted to know about sex....,Annie Hall og Bananas.Hlustið líka endilega á Django Reinhardt sem er talað svo mikið um í þessari mynd því hann er algjör snillingur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar frumraun stórmeistarans Tarantino.Samtölin super og leikarar í essinu sínu.Myndin missir aldrei flugið og helst ultra-flott út í gegn.Steve Buschemi fannst mér fremstur meðal jafningja og flott að sjá glæpamanninn Edward Bunker sem einn af MR.whatever color they were(man bara að Buschemi var pink).

E.Bunker var fenginn sérstaklega til að kenna þessum Hollywoodleikurum að hegða sér einsog alvöru gangsterar og endilega lesið bækurnar hans(en þetta er nú bara útúrdúr en skemmtilegar staðreyndir).En hörkuræma sem virkar.

Fjórar stjörnur,takk kærlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Birds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá Birds þegar ég var smápjakkur og þorði ekki út í einhverja daga og þegar ég loks fór út voru augun föst við himininn.Þannig voru áhrifin þegar ég var yngri.Ég horfði á hana um daginn í 50 og eitthvað sinn og hún hefur alltaf áhrif,kannski ekki eins ofsadrifin en samt nógu mikill.Það eru ekki nema svona 3 ár síðan ég komst að því að notaðir voru eingöngu alvöru fuglar í myndinni nema þegar þeir voru látnir crasha á eitthvað.En það er allt gott við þessa mynd,leikurinn fínn,spennan skemmtilega byggð upp og endirinn einn sá flottasti.Ég hef ekki séð neina aðra mynd eftir Hitchcock og ætti ég að skammast mín fyrir það því úr nógu er að velja en þessi er ein af flottustu myndum all time.

Fjórar stjörnur on the rocks.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Schindler's List
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem vann nánst allt sem vinna gat er og átti það fyllilega skilið.Liam Neeson er traustur líkt og Fiennes sömuleiðis.Myndin geymir eitt áhrifaríkasta atriði í sögu kvikmyndanna þegar í svart/hvítunni kemur lítil stúlka í lit.

Pottþétt fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Shawshank Redemption er meistaraverk í orðsins fyllstu merkingu.Það er allt gott um þessa mynd að segja og óþarfi að lengja gagnrýnina eitthvað.Átti að vinna Óskarinn í staðinn fyrir Gumpinn,svo einfalt er það.Ef þú átt eftir að sjá hana láttu hana þá hafa forgang.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Romance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hræðileg flott mynd eftir handriti Tarantino.Allir leikarar(og þvílíkir leikarar)fara flott með hlutverkin og söguþráðurinn er snilld.Þarna eru mörg lítil aukahlutverk sem að Tony Scott fær úrvalsleikara til að gefa þeim mikla dýpt(einsog Gary Oldman,Christopher Walken,Dennis Hopper,Brad Pitt og auðvitað Val Kilmer sem Elvis sem sést að ég held aldrei í fókus og nánast alltaf bakvið Slater þegar hann horfir í spegil).Þetta er hröð mynd og samtölin eru mögnuð.Eitt all time skemmtilegasta atriði sem ég hef séð er atriðið með Walken og Hopper.Ótrúleg mynd og fær pottþétt fjórar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar frumraun stórmeistarans Tarantino.Samtölin super og leikarar í essinu sínu.Myndin missir aldrei flugið og helst ultra-flott út í gegn.Steve Buschemi fannst mér fremstur meðal jafningja og flott að sjá glæpamanninn Edward Bunker sem einn af MR.whatever color they were(man bara að Buschemi var pink).

E.Bunker var fenginn sérstaklega til að kenna þessum Hollywoodleikurum að hegða sér einsog alvöru gangsterar og endilega lesið bækurnar hans(en þetta er nú bara útúrdúr en skemmtilegar staðreyndir).En hörkuræma sem virkar.

Fjórar stjörnur,takk kærlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hard Eight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hard Eight er ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð og ekki er það oft sem maður fær að sjá John C. Reilly í aðalhlutverki en hann deilir því hér með Paltrow og P.Baker Hall.Þetta er ein af þeim myndum sem ég heyri sjaldan talað um þegar talað er um snillinginn P.T.Andersson.Myndin byrjar á því að Baker Hall labbar að einhv. diner og situr C.Reilly í grúfu,nýbúinn að tapa þeim pening sem hann átti fyrir jarðarför móður sinnar og Baker Hall býðst til að hjálpa honum að fjármagna jarðarförina með því að kenna honum hvernig hægt er að svindla á spilavítunum í Las Vegas.Inn í þetta fléttist svo veitinga/vændiskonan sem Palthrow leikur og Jimmy sem Samuel L.Jackson leikur.Phillip Seymour Hoffman kemur örstutt fyrir en það atriði fær mann til að brosa út í annað og er mjög svalt líka.Endirinn á myndinni kom mér skemmtilega á óvart og er þetta ein skemmtilegasta afþreying sem ég hef fengið útúr jafn óþekktri mynd.Pottþétt ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei