Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Last King of Scotland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd! Vel leikin og vel gerð. Sagan hafði ofboðslega mikil áhrif á mig og fékk mig til að hugsa dýpra um það óréttlæti sem ríkir í löndunum í kringum okkur. Merkilegt hvernig myndin breytist úr hálfgerðri komedíu yfir í dauðans alvöru. Lækninum unga sem ferðaðist út í heim af því honum vantaði tilbreytingu í líf sitt tókst á ótrúlegan hátt að flækja sig inn í hryllilega atburðarrás. Mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
World Trade Center
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki gert upp við mig hvort ég sé sátt við þessa mynd. Ég er eiginlega frekar ósátt. Mér finnst óviðeigandi að gera svona Hollywood-hallærismynd um þennan hræðilega atburð. Það komu atriði þar sem ég var við það að fara að fara að tárast, en þá komu alltaf svona ömurlega hallærislegir frasar eða eitthvað álíka og skemmdu stemminguna alveg. Ég ranghvolfdi augunum og sagði ,,ohhh! ertu að grínast?? svona 20 sinnum á myndinni og eina ástæðan fyrir því að ég fór í smá geðshræringu er sú að þetta er sannsögulegt og maður man eftir því hvað það var hræðilegt þegar þetta gerðist. Samtölin í myndinni voru rosalega óraunveruleg og oft bara fáránleg! Ohhh... þetta var bara ógeðslega hallærislegt oft! Ég þoli ekki hvernig Ameríkönum tekst alltaf að gera myndirnar sínar svona hallærislega væmnar! Ég var líka orðin reið undir lokinn því að Bush var gerður að rosa hetju og það var gefið í skyn að hið eina rétta í stöðunni væri að hefna sín á Írökum, ...bara eins og það væri rosalega sjálfsagður hlutur að fara í stríð við þá. Myndin var ekkert smá hlutdræg og gaf rosalega hetjumynd af Bandaríkjunum. Að sama skapi var algjörlega gefið í skyn að múslimar væru hálfvitar og klikkaðir að öllu leiti. -Þjóðernisdýrkunin var engin smá!

Það sem fór líka í taugarnar á mér var að það var dálítið eins og þessir tveir lögereglumenn sem myndin fjallaði um hefðu verið allra mestu hetjurnar þennan dag. Hvað með alla hina?Miðað við United 93 er þessi mynd bara prump! United 93 var ROSALEGA góð að mínu mati og náði mér 150%! Hún var svo ótrúlega raunveruleg og samtölin voru svo eðlileg. Mér leið stundum bara eins og ég væri þarna í flugvélinni líka. Þetta er það sem náðist ekki í World Trade Center, þar vantaði algjörlega að samtölin, frasarnir og viðbrögð fólks við hinu og þessu væru raunveruleg og sannfærandi. Þá hættir maður að lifa sig inn í myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei