Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Freaky Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst svo sem ekki við neinu sérstöku þegar ég smellti þessari í tækið en hún kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er í alla staði vel heppnuð gamanmynd þar sem leikarar standa sig með prýði. Curtis og Lohan eru í sérstaklega góðu formi. Myndin er mikið betri en forveri hennar með Jodie Foster í aðalhlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pacifier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er einfaldlega besta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð. Þessi formúla um töffarann sem þarf að taka að sér nýtt hlutverk er svo sem ekki ný af nálinni en hér er farið vel með. Reyndar finnst mér myndin missa aðeins flugið undir lokin en það er bara svona dæmigert Disney rugl.

Vin Diesel er að mínum dómi vaxandi leikari sem á góða spretti í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir með eina bíomynd. Eftir að hafa séð forverann átti ég vona á góðri spennumynd þar sem maður þyrfti jafnvel að hugsa. Í stað þess mætti mér Tom Cruise á ego flippi í hrútleiðinlegri og tilgerðarlegri myndi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walking Tall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Formúlumynd; já ekki spurning. Þetta er ákaflega dæmigerð hasarmynd og verður að dæma hana sem slíka. The Rock hefur hins vegar rosalega skemmtilega nærveru á skjánum og samstarf hans og Johnny Knoxville gerir þessa mynd betri en hún væri ella. Myndin býður svo sem ekki upp á neina nýja vinkla en hún nýtir efniviðinn mun betur en tíðkast hefur í svona myndum í seinni tíð. Þessar I´m tougher than you myndir eru vissulega að líða undir lok en ef menn vilja sjá svoleiðis myndir þá mæli ég með þessarri umfram það sem ,,leikarar á borð við Stallone, Segal og Van Damme hafa verið að fást við síðustu misserin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harold and Kumar Go To White Castle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ ég veit það ekki. Ég er kannski bara svona vanþroskaður en mikið hrikalega fannst mér þetta fyndin og skemmtileg mynd. Þetta er svona mynd þar sem allt er látið flakka, öllu gáfulegu, listrænu eða bara heilbrigðu er hent út um gluggann. Hérna er soðinn saman þvílíkur hrærigrautur af dellu og fávita skap, sem er síðan skeytt saman við ákaflega einfaldan söguþráð um ferðalag tveggja vina. Þetta er frábært dæmi um dellumynd sem reynir ekki að vera neitt annað og gengur upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð frambærileg afþreying. Helsti kostur myndarinnar eru að hún er nokkuð flott í útliti. Leikararnir eru fallegir, nokkur atriði bara býsna töff. Körfuboltasenan er t.a.m. ekkert annað en flott erótískt dansatriði. Myndin fellur hins vegar alveg þegar litið er til frumleika eða söguþráðar. Leikurinn er nokkuð meinlaus. Bratt finnst mér alltaf svoldið skemmtilegur en Halle Berry stígur hér skref niður á við ef miðað er við myndir eins og Gothika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem hefur fengið furðulega mikla athygli að mínu mati. Þetta er einskonar satíra þar sem gert er grín að fjölmörgum klisjum sem einkenna gjarnan bandarískar íþróttamyndir. Myndin nær hins vegar ekki miklu flugi þó vissulega séu áhugverðir sprettir innan um. Ben Stiller þyrfti að komast í langt og gott frí. Hann sýnir ekkert nýtt hérna og maður er orðinn hálf þreyttur á honum. Aðrir leikarar sleppa ágætlega frá þessu þunnyldi. Alger meðalmennska.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld. Einhver allra svalasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Þétt skemmtun, flott handrit,fínn leikur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Legends of the Fall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er í raun fátt hægt að segja um þessa mynd. Hún er fullkomin að mínu mati. Þetta er sennilega einhver albesta saga sem ég hef séð á hvíta tjaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld. Einhver allra svalasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Þétt skemmtun, flott handrit,fínn leikur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að ekki sé nein ástæða fyrir mig að fara að rekja söguþráðin í Signs. Það hafa aðrir þegar gert. Signs er um margt mjög áhugverð mynd. Hún er spennandi og verulega vel gerð.Shyamalan sannar hér endanlega snilli sína í gerð mynda sem eru allt í senn, óhugnalegar og spennandi en samt sem áður hugljúfar og viðkunnalegar. Mel Gibson er stórkostlegur sem prestur sem misst hefur trúarfestuna með konunni. Meira að segja litli Culkin getur leikið.(nokkuð sem stóri bróðir gat aldrei) Topp mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Out Cold
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Out cold er mynd sem fjallar um líf nokkurra starfsmanna á skíðastað. Þeir gera fátt annað en að skemmta sér og njóta lífsins. Þegar eigandi staðarins hyggst selja fégráðugum kaupsýslumanni, er veröld þeirra ógnað og þeir snúast til varnar. Þessi mynd er svo sem hvorki fugl né fiskur, hún byggir á margnotaðri hugmynd mynda eins og Ski school og fleiri. Myndin hefur samt sem áður upp á að bjóða nokkra nýja brandara og smá útúrdúra sem gera hana vel þess virði að sjá hana...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Princess Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér að mörgu leiti skemmtilega á óvart. Ég fór á hana með því hugarfari að drepa tímann þar sem ekkert betra væri að gera. Sagan er ekki mjög frumleg einskonar öskubusku saga en með nokkrum áhugaverðum útúrdúrum þó. Leikarar standa sig með mikilli prýði og er tónlistin skemmtileg. Sæt lítil mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
One Night at McCool's
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Yndislega furðuleg dökkleit komedía. Leikararnir eru hver öðrum betri, sérstaklega fannst mér Reiser koma á óvart. Liv Tyler er ein og sér ástæða til að horfa á myndina. Söguþráður myndarinnar er ákaflega undarlegur en gengur þó upp. Andrew Dice Clay kemur skemmtilega í heimsókn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fucking Åmål
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir þeirri upplifun að horfa á þessa mynd í sjónvarpinu á dögunum og get vart orða bundist. Þvílík snilld!! Myndin er allt í senn, fyndin, hrífandi, sorgleg og skemmtileg. Handritið er listavel skrifað, persónurnar eru svo raunverulegar að manni finnst maður hafa hitt þetta fólk allt saman áður. Þarna er fjallað um viðkvæmt málefni, þ. e. samkynhneigð, á opinskáan og einlægan máta. Einhver allra besta samtímamynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Í skugga hrafnsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi á dögunum að endurnýja kynni mín af myndinni ,,Í skugga hrafnsins" Myndin er öll hin stórkostlegast í umgjörð og útliti. Leikararnir standa sig allir með prýði og er myndin hin besta skemmtun. Gaman er að sjá þarna mann eins og Sigga Sigurjóns í óvenjulegu hlutverki. Það eina sem truflaði mig var að talsetning myndarinnar virtist á stöku stað ekki alveg passa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei