Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Striking Distance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki besta mynd Bruce, langt frá því. En samt tekst honum að halda myndinni uppi með leik sínum.


Sarah Jessica er svosem ágæt í sínu hlutverki sem gellan í myndinni, og þetta er yfirhöfuð ágætis afþreyingar mynd að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Equilibrium
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er án efa ein flottasta mynd sem ég hef séð. Bardagaatriðin eru snilldin ein og allir leikararnir standa sig vel. Christian Bale er svalari en allt og strákurinn hans í myndinni kemur með flottann leik. Taye Diggs er ennfremur mjög góður í myndinni.


Þessi mynd kom mér all svakalega á óvart, því ég hafði ekki heyrt neitt um hana, en get ekki sagt neitt nema gott um hana.


Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa kvikmynd verða allir að sjá, það er ósköp einfalt.


Ég gef henni 4 stjörnur, þar af á Mel Gibson helminginn fyrir það eitt að þora að koma með þessa mynd. Álit mitt á honum var mikið fyrir myndina, en það hefur aukist núna.


Allir leikararnir standa sig frábærlega. Ég vill óska James Caviezel til hamingju með óskarinn sem hann fær á næsta ári, hann er óaðfinnanlegur í hlutverki Jesús.


En ef ég væri spurður: Hvernig fannst þér myndin, þá myndi svarið vera einfalt, þetta er meistaraverk sem verður aldrei endurtekið. Og svo myndi ég segja viðkomandi að sjá myndina.


Myndin er gríðarlega áhrifamikil og magnþrungin og fær allavega mig til að hugsa mikið um Trúnna almennt.


En ég segi bara takk fyrir frábæra mynd og hvet alla til að sjá hana og upplifa síðustu tímana hans Jesú.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með miklar væntingar,enda hefur hún fengið nokkrar óskarstilnefningar. Útkoman var mikil vonbrigði.


Þessa hálfu stjörnu fær Bill Murray, hann heldur myndinni algjörlega uppi. Þetta er mjög sérstök mynd, rosalega hæg, og sýnir það hvernig Ameríkanar þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Handritið er mjög þunnt, persónur fáar, illa úthugsaðar og ýktar. Scarlet Johansson nær ekki að túlka ráðvillta unga kona sem veit ekki alveg hvar hún stendur.


Myndin skilur ekkert eftir sig, og ég gat varla beðið eftir að komast útúr salnum að henni lokinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði heyrt að þessi mynd væri góð þegar ég fór á hana, en vissi ekkert um söguþráðinn. Það er óhætt að segja að hún kom mér virkilega á óvart, enda er hér frábær mynd á ferðinni.


Allir sem leika í henni sýna snilldartakta, Sean Penn tekst alltaf að leika óþokkatýpuna, og Tim Robbins er án efa einn besti skapgerðarleikarinn í Hollywood. Gamli Clint Eastwood má vera stoltur af þessari mynd sinni.


Sögurþráðurinn er mjög góður, og áhorfandanum er haldið á nálum og endakaflinn er einn sá besti sem ég hef séð í kvikmynd.


Ég mæli hiklaust með því að fólk sjái þessa mynd. Sumar myndir eru þess virði að borga 1000 kr. til að sjá, og ég tel þess mynd vafalaust falla í þann flokk.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei