Náðu í appið
Gagnrýni eftir:1408
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er lítið sem ég vil koma á framfæri varðandi þessa mynd, enda eru gagnrýnirnar mínar oftast stuttar og það af einfaldri ástæðu; ég gæti örugglega blaðrað vel og lengi um myndatökuna og þvíumlíkt en gallinn er sá að mér finnst alger óþarfi að taka of mikið fram því það eina sem mér finnst að þið ættuð að vita er þetta:

Þetta er óvenjuleg og skemmtileg draugamynd sem bragð er af. Hræddi mig ágætlega mikið (og ég hræðist ekki auðveldlega) og ég var spennt mestallan tímann, þó að endirinn varð helst til langdreginn. (Eða kannski ekki miðað við King) John Cusack sýndi góða frammistöðu sem hrokafulli rithöfundurinn Mike Enslin en Samuel L. Jackson virtist óþarfa stór leikari fyrir þetta litla sæta aukahlutverk sem hann fékk...

það besta við þessa mynd var að hún náði að hræða mig án þess að myrða persónur hennar á blóðugan og óþægilegan hátt eins og flestar hryllingsmyndir gera nú til dags... Hún er bara óhugnanleg, ekki ÓGEÐsleg og ég var ekki skilin eftir með þessa leiðinlegu tilfinningu sem ég fæ þegar ég horfi á myndir eins og House of Wax og Hostel, þ.e.a.s. sú tilfinning að ég hafi sóað pening og tíma í ekkert.

Segjum bara það að þetta er góð mynd til að horfa á með einhverjum nánum vini á dimmu vetrarkvöldi þegar þú ert aleinn í húsinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Firestarter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alveg ótrúlegt (og ég veit að ég er alltaf að tala um þetta, en það skiptir mig miklu máli) hvað þessi mynd fylgir bókinni vel. ein af samviskusömustu king myndum sem ég hef séð og ég trúi ekki öðru en að hann hafi verið ánægður með hana. myndin er hin fínasta skemmtun,

en hún fjallar um feðgini sem eru að flýja undan einhverskonar útsendurum sem vinna fyrir eitthvað illt fyrirtæki, sem fyrir ca. 9 árum gerði tilraunir á föðurnum og móðurinni sem enduðu með því að þau fengu yfirnáttúrulega hæfileika. mamman getur hreyft hluti með hugaorkunni (minnir mig) og pabbinn getur látið fólk gera það sem hann vill með hugaorkunni. en þegar þau eignast litla telpu þá sameinast kraftar þeirra í henni og útkemur: eldvaki (stelpan getur kveikt eld með hugarorkunni) sem leikin er af ungri Drew Barrymore.

myndin er vel heppnuð, vel leikin, spennandi og söguþráðurinn heldur sér alveg. ég er bara nokkuð sátt með útkomuna, en ég vil helst hafa king myndirnar ágætlega líkar bókunum (var t.d. alls ekki sátt við þennan nýja endi á dreamcatcher)

þeir sem hafa gaman af stephen king ættu endilega á kíkja á firestarter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var þrettán ára polli las ég mikið af bókum, og þá sérstaklega Stephen King. Eitt sinn lagði ég leið mína á bókasafnið og tók þar: draumagildruna. En sama kvöld fór hann faðir minn á myndbandaleiguna og leigði myndina fyrir mig, en hélt að þar með þyrfti ég ekki að lesa hana. En honum skjátlaðist aldeilis.

Dreamcatcher fylgir söguþræðinum í Draumagildrunni bara alls ekki nógu vel. Mikilvægar upplýsingar koma ekki fram, persónukynning er of stutt (skemmtilegustu karakterarnir eins og t.d. Beaver eru ALLTOF stutt í myndinni) og endirinn er hreint út sagt fáránlegur. En samt sem áður nær myndin að koma með þennan rétta fílíng sem koma átti, þ.e.a.s. til að byrja með. Síðan fór hún út í algjörar nauta - afurðir. Leikararnir voru alveg ágætir og þannig séð var þetta bara ágætis B - mynd og ég mæli alveg með henni ef þú hefur EKKERT betra að horfa á ... en frekar myndi ég lesa bókina, eða horfa á einhverjar áhugaverðari myndir. Þessi nær bara einfaldlega ekki að klára dæmið. Æ þú veist: Hún byrjar vel en endar ekki nógu vel (og ég vil benda á það að bókin endaði allt allt öðruvísi)

Myndin fær tvær stjörnur fyrir alveg ágætt skemmtanagildi (klósettatriðið var ansi creepy) en annars mæli ég með að kíkja á hinar, klassísku myndirnar sem gerðar voru eftir sögu Konungsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hlýt að vera ein af fáum sem finnst ekkert varið í hostel og þori varla að sýna fram á þessa umdeildu skoðun mína en hér er hún: hostel er ömurleg. hún bauð ekki fram á neitt annað en viðbjóð og pyntingar og lét mig nánast gefast upp á minni fíkn við að horfa á hrollvekjur. hún gengur vissulega fram af manni en skilur ekkert eftir sig nema eftirsjá fyrir að hafa horft á þennan óskapnað. ég vona svo sannarlega að fólk sjái bráðum að sér og láti það vera að fara á þessa vitleysu í bíó þegar framhaldið af henni kemur. annars er þetta bara mín skoðun og ég held mig við hana. ekki - horfa - á - hostel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cool Hand Luke
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cool Hand Luke fjallar um mann sem eitt kvöldið verður blindfullur og byrjar að skera hausa af stöðumælum. Hann er sendur í fangelsi til að afplána 2 ár fyrir skemmdir á almannaeigum. Í fangelsinu kynnist hann Dragline og kemst að ýmsum reglum sem allir eiga fara eftir ef þeir vilja ekki sofa eina nótt í kassanum (the box)... En Luke á erfitt með að fylgja fangelsisreglunum. Þessi mynd er góð afþreying fyrir sanna kvikmyndaunnendur... Paul Newman var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverkið og George Kennedy vann fyrir aukahlutverk.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dracula
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gef myndinni tvær og hálfa stjörnu útaf því að söguþráðurinn var fáránlegur. Ég hefði kannski gefið henni minna, en myndin sjálf var góð. jájá, ég gæti verið bara einhver táningur sem veit ekkert í sinn haus um kvikmyndir en eftir að ég las bókina var ég fyrir miklum vonbrigðum með hvernig þeir breyttu söguþráðnum þannig að þetta get mestallan tímann út á það að Mina var Dracula's long lost love. Lesið bókina, og þið gætuð orðið sammála. En annars, góður leikarahópur og flott sviðsmynd.


LESIÐ BÓKINA.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rocky Horror Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg yndisleg mynd, sem á ekki að taka of alvarlega. Auðvitað er þetta rugl, en ég elska ruglmyndir. Lögin eru æðisleg og söguþráðurinn bara fyndinn. Klassík sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur og aftur ... ef þú hefur ekki séð hana, þá skaltu sjá hana núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei