Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst að allir eru að keppast við að kalla þennann sudda einvherja snilld, þá ætla ég að segja ykkur aðra sögu.


Þessi mynd sýnir ekkert annað í rúma tvö tíma en ÓÞARFA pýntingar og viðbjóð!


Hvar eru kraftaverkin? Hvar er boðskapurinn??


Það eina sem gerist í þessari mynd er að jesú er barinn og laminn og næstum því bókstaflega kjötflettur!

Ég meina, var ekki hægt að sýna eithvað af því góða sem á að vera tengt jesú?


Ég get alveg viðurkennt að ég er ekki trúaður maður, en sagan um Jésú og Guð og allur hinn kristni boðskapur er mér kær vegna þess að ég er partur af lúþersku samfélagi.


Þessi mynd var bara eingöngu gerð til að shokkera og selja.


Fyrst að Mel Gibson er trúaður maður, afhverju hafði hann ekki eithvað fallegt um boðskapinn að segja líka?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Evolution
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með dálitlar eftirvæntingar, sérstaklega eftir að hafa lesið þriggja stjörnu dómana hér á þessari síðu og var að búast við svona eftirminnilegri afþreyingu .. því miður fann ég bara afþreyingu. Þessi mynd skilur nákvæmlega ekkert eftir sig og virðist vera frekar ódýr í hönnum. Hún er uppfull af fimmaura bröndurum, sumir eru þokkalegir en flestir láta mann bara brosa í mesta lagi. Hún er fyndin á parti og hefði verið alveg brilljant video mynd, og það er það sem ég mæli með við flesta, takið hana á video.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Showgirls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er nú bara fyndið hvað þessi mynd var rökkuð niður. Mér fannst hún bara alveg ágæt og fín afþreying. Sumar myndir eru að fá mikið betri dóma sem hafa ekkert til sín að segja og eru einfaldlega hörmulegar. Það er mikið af ögrandi, kannski oggu karlrembulegum bröndurum sem hægt er að hafa gaman af (allir strákar fá útrás fyrir karlrembunni í þessari mynd og konur kannski útrás fyrir sinni meiri ögrandi hlið :) Ég held að þeir karlmenn sem hafa séð þessa mynd og gefa henni lélega dóma hafa farið á hana með kærustunni og einfaldlega ekki þorað að hafa gaman að henni vegna þess að þeir hafa séð hneykslunar/fýlusvipinn á kærustunni. Fín mynd.. ekkert að henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessar þrjár og hálfar stjörnur sem ég gef þessari mynd er vegna þess að hún gerir nákvæmlega það sem hún ætlar sér. Hún er brilliant Vampíru/spennu/splatter mynd sem nær meira seigja því takmarki að gera Vestley Snipes eins svalann og hann á að vera í henni. Þessi mynd er ein stór feast for the eyes.. Mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrein snilld! Það er langt síðan ég hef farið í bíó og verið þannig að ég hef ekki getað litið af skjánum. Þessi mynd var byltingarkennt í sögunni og einkennast nánast allar bardaga myndir af henni í dag. Allt í þessari mynd er frábært, sama hvað þú skoðar, leikurinn er mjög góður, já, jafnvel hjá honum Reeves, saga, brellur ... allt saman! Snilld út í gegn... Ein besta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Space Cowboys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla að vera sem harðastur á þessa mynd út af nokkrum ástæðum... 1. Þessir leikarar geta gert mikið betur heldur en þeir gerðu, þetta eru allir top leikarar og eiga það margir sameiginlegt að leika tough guys í bíómyndum, og persónulega finnst mér þeir betri þannig en í þessum hlutverkum. 2. Söguþráðurinn finnst mér einstaklega óspennandi og eiginlega finnst mér myndin bara fjalla um eiginlega ekki neitt. 3. Myndin er langdreginn og skilur bara eiginlega ekki neitt eftir sig. Það sem þessi mynd fær 2 stjörnur fyrir er að leikur er ágætur og búningar, tæknibrellur, sviðsetning og kvikmyndun standa ágætlega fyrir sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög frumleg. Hún gerist afturábak og það tekst bara alveg ágætlega upp. Einnig er leikur í myndinni, sviðsetning og kvikmyndum í betri kantinum og sagan er alveg ágæt þótt hún sé ekkert spes. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir fólk eins og mig sem er búin að sjá allt, tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Traffic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Traffic er án efa ein stílhreinasta mynd sem ég hef séð. Sjaldan hafa myndir komið sér eins vel og hnitmiðað að efninu og þessi mynd. Það sem heillar mig við þessa mynd er að hún hefur mjög gott skemmtanagildi þótt hún bæði drama og fræðslumynd í einu. Myndin er vel sett saman og mjög vel leikinn og eru hlutir einstaklega raunveruleigir í henni. T. D. má nefna að byssuskotin í þessari mynd eru ekki effectuð, heldur heyrast þau eins og þau eru í raun og veru, og einnig er ekki verið að láta spánverjana tala ensku hvorn við annan til að spara könum að lesa texta, heldur tala þeir bara einfaldega sitt móðurmál. Ég mæli með þessari mynd við fólk sem finnst gaman af ádeilum og vilja hafa myndirnar sem þeir horfa á raunhæfar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld. Þessi mynd fær 4 stjörnur vegna þess einfaldega að ég get ekki fundið neitt að henni. Allt í henni er gjörsamlega brill, leikur, sviðsetning, búningar, kvikmyndun, hljóð og allt annað er listmannlega sett fram. Ein sú besta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Family Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með kærustunni og þess vegna þótti mér hún alveg þokkaleg. Þessi mynd er príðileg fyrir pör að leita sér að ágætri kvöldskemmtun, en hún er ekki meira en það. Myndin minnir svona dálítið á gömlu góðu myndina um Skrögg gamla sem fær drauga jólanna til sín, því hann upplifir eithvað annað heldur en raunverulegt líf. Takið þessa mynd með opnum hug og í léttu skapi og þið eigið eftir að njóta bara ágætlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei