Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa hugsaði ég bara, vá maður en önnur léleg spennu mynd með bruce willis. En allt annað kom í ljós, þessi mynd er ein af þeim betri myndum sem ég hef séð. Die hard eitt stendur hinum 2 langt upp úr varðandi mig og mun líklega toppa 4 líka.John McClane (bruce) er að fara í jólaboð til konunuar sinnar í nakatomi turninum þegar ræningjar taka yfir turninum. Þeir taka alla sem gísl en McClane tekst að sleppa. hefst þá stóskemmtileg barátta McClane við ræningjana.


Myndin heldur manni við spennuna allan tíman og ekki versnar myndin vað frábæran leik Bruck Willis og ræningja foringjanum Hans(man ekki hvað hann heitir)


þannig að myndin verðskuldar þessar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hidalgo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór til að sjá hidalgo þá vissi ég ekkert hverju ég ætti von, en það sem ég fékk úr því var fín bíomynd.Viggo mortehsen sínir afburðaleik að venju og leikur bara mjög vel. Þetta er kannski eins og stolin settning en þetta er eiginlega bara fjölskyldumynd, frá toppi til táar. Myndin fjallar eiginlega um samband Frank T(viggo) og Hidalgo( hesturinn hans)þegar þeir fara í 3000 mílna kapphlaup um eyðimörk. Þar sem Frank er fyrsti útlendingurinn til að fara þessa keppi þá mætir hann ýmsum fordómum og oft er reynt að klekja á honum. Í myndinni lendir frank í miklum ævintýrum og má sega að þetta ség dæmigerð walt disney mynd. En helsti galli myndarinnar er að atriðin er heldur langdreginn, annars fín mynd. Ekki ætla ég að sega hvernig myndin endar enn þess má geta að myndin er gerð af sannsögulegri sögu.


Fín mynd fyrir fjölskylduna og tvær og hálf stjarna er bara mjög sanngjarn dómur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came Polly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég ætlaði að fara á þessa mynd hélt ég að hún væri skemmtileg gamanmynd, BUT I WAS RONG. Þessi mynd var mér til hræðilegum vonbrigðum allur leikur í henni á við í leikskóla leikritum. Það er enginnn söguþráður í þessari mynd og hún endar bara eins og illa gerð damatísk-gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, þessi mynd er meistaraverk allra tíma og toppar hinar 2 myndirnar alveg út og suður. En og aftur er Peter Jackson að slá bestu myndirnar út í samvinnu við J.R.R Tolkien, sem skrifaði lord of the rings sögurnar eins og flestir vita. Tæknibrellurnar voru alls ekki síðari en leikstjórnin og eins og mátti búast við þá þurfti þær alldeilis fyrir þessa mynd sem engin annar en Peter Jackson hefði getað gert svona vel. Það sem skilur orustunar um Hjálmsdípi og Minas tírið eru svo margir hlutir. Personulega finnst mér orustan um Mínos tírið mun skemmtilegari að horfa á, t.d í hjálmsdýpis orustuni eru einungis orkar að berjast við menn og álfa en hjá mínas Tírið eru alls kyns lífverur eins og olliphantar, hestar, Nazgúlar og auðvitað þessir hálfgerðu draugar sem ég ætla ekki nánar að tala um. Svo er það líka stærðin á orustuni sem maður sér mikin mun á, ef ég man rétt þá voru 10.000 orkar í Hjálmsdýpis orustuni en nú eru 200.000 orkar og aðrar lífvererur í viðbót en svo er það líka margt fleira sem það er best að telja ekki upp. Þessi mynd heldur spennuni uppi alla tíman, það er kannski smá rólegt í byrjununi en annars er það bara spenna. En nú þegar Sarúman og Sauron hafa endurstyrkt her sinn láta þeir allan sinn her gera árás á Mínas Tírið svo hjálmsdýpis orustan er ekki neitt miðað við hana. Riddarar Róhans eru kallaðir til hjálpar Gondor, Gondor bregst við kallinu og sendir 6000 menn og hesta til hjálpar. En sauron sannfærist að pippin sé með hringin svo honum er komið í skjól í Mínas Tírið.Ég ætla að reyna að sega ekki fleiri atriði úr myndini svo þá er best að tala um leikinn.Það er ekki einn leikari sem á ekki skilið að óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd, en þó verð ég að sega að það sé einn sem sker sig alveg út úr hópnum með leikinn, en það er John Rhys-Davies sem leikur gimli og verð ég að sega að hann stóð sig frábærlega, svo personan Gimli verður bæði góður spennu og léttúð. Það kæmi mér ekki á óvart ef þessi mynd myndi vinna a.m.k óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina. svo ég mæli eindreigið með þessari mynd or ráðlegg öllum að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég byrja að skrifa um þessa mynd er ég nánast orðlaus því þessu stórverki er varla hægt að lýsa , þessi mynd er tvímænalaust sú albesta sem gerð hefur verið. Tæknibrellurnar voru frábærar en í lokin voru þær mjög nálægt því að vera ofnotaðar. keanu reeves stóð sig frábærlega og það sama má sega með Laurence Fishburne, en aðrir leikarar stóðu sýndu líka góðan leik. Þessi mynd stendur hinum 2 langt fyrir ofan með tæknibrellurnar, leikstjórnuna og leikinn. Þótt mynd 2 og 3 hafa verið myndaðar í sömu mynd þá var þessi með alla þessa þrjá hluti tæknibrellurnar, leikstjórnuna og leikinn. Í myndini var allt sem ég vildi mikill hasar, góður leikur, góðar tæknibrellur og góðir leikarar.Svo var smá dramatískur kafli, sem var allt í lagi því það var nóg af hasar í myndini. En myndin skyldi eftir sig of margar spurningar, ef ég mætti ráða myndi ég vilja aðra mynd um endinn og kannski eitthvað nýttt. En maðurinn sem leikur Neo(Keanu Reeves) neitar að leika í aðrari Matrix mynd.Það kæmi mér ekki á óvart ef þessi mynd myndi hneppa í nokkra óskara á óskars-verðlauna hátíðini.

Þetta er mynd sem allir ættu að sjá en fyrir alla sem ekki eru búinir að sjá þessa mynd ráðlegg ég að sjá hana. Þessi mynd fær 10 í einkun hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ballistic: Ecks vs. Sever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin ballistic getur svæft mann á köflum, hasarinn enginn og verið er að bulla um eitthvað. Hins vegar er endirinn á ballistic rosalega góður.En vilji maður sjá góða mynd þá legg ég til að taka aðra mynd eða sjá bara endirinn er það eina sem er peningana virði.góður leikur hjá Banderas og Liu en afskaplega légegur söguþráður og hörmuleg leikstjórn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruce Almighty er mjög góð mynd sem allir ættu að hlæja að.Jim carrey er með hörku góðan leik og er þessi mynd trúlega ein af þeim bestu sem hann hefur leikið í!!! bruce(jim carrey) fær að vera guð í viku og notar krafta sína á sérstakan hátt. Veldur hann usla og notar krafta sína til að verða frægur.í Heildina séð er hann með hörku góðan í hreint og beint frábæru handriti.Þetta er mynd sem allir ættu að sjá!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búinn að bíða eftir þessari mynd í hálft ár. Maður bíst nú við snildar mynd.Þessi mynd er ekkert nema sjónvarps auglýsingarnar sjálfar. Vilji maður sjá fyndna mynda farðu þá á aðra mynd, vilji maður sjá misheppnaða grínmynd þá er Anger Manegment málið.Adam Sandler er alls ekkert að gera sitt, hann bara getur eiginlega ekkert í því,þetta er bara of leiðinlegur söguþráður til að hafa gaman af þessari mynd.Svo vantar líka enda á þessa væmitítilslegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hreinasta snild.Ég var búinn að bíða lengi eftir að hafa séð fyrstu myndina og lesið bækurnar enn þessi mynd skarar fram úr öllum myndum sem til hafa verið.Þetta er góð spennandi ævintýramynd sem enginn ætti að missa af.Leikurinn er í hæðsta gæðaflokki og leikstjórnin líka.Peter jackson leikstýrir hreint frábærlega en hrósið fær leikarinn (man ekki hvað hann heitir) sem leikur Gollrir. Allir sem hafa séð fyrri myndina og hafa haft gamann af henni ættu að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei