Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Nightwatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær spennutryllir með Ewan McGregor í fararbroddi. Myndin fjallar um lögfræðinemann Martin (Ewan McGregor) sem að fær starf sem næturvörður í líkhúsi. Einmitt á þessum tíma er fjöldamorðingi á ferli sem myrðir vændiskonur.

Það sem er merkilega spennandi við þessa mynd er að það tekst að láta nokkurn veginn alla líta út sem morðingjana, lögreglufulltrúann sem rannsakar málið (Nick Nolte), besta vin Martins (Josh Brolin) og jafnvel Martin sjálfan!

Ég gef þessari mynd hiklaust þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei