Náðu í appið
Gagnrýni eftir:What a Girl Wants
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

What a girl want fjallar um stúlku sem flýgur til London til að hitta föður sinn sem hún hefur aldrei kynnst en alltaf vitað af.

Þar lendir hún í ýmsum ævintýrum þar sem faðir hennar er að reyna að gerast forsætisráðherra Bretlands og ekki hjálpar að fjölmiðlarnir elta hann á röndum. Colin firth leikur pabbann og amanda bynes leikur stúlkuna. Allt í lagi mynd en svaka fyrirsjáanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How to Lose a Guy in 10 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög sæt og vel heppnuð rómantísk gamanmynd. leikarnir góðir, sérstaklega hudson tekst voða vel í gamansömu atriðunum. Þessi mynd kom mér mjög á óvart hve fyndin hún var. Skemmtileg mynd fyrir stráka jafnt sem stelpur :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eitt orð = SNILLD


Nicholson kemur svo á óvart í þessari mynd. Sandler var ok, voða svipaður karakter og hann hefur verið. Snilldaratriðið er samt atriði á brúnni!!! Söngur og brjálæði einkennir þessa mynd. Hvet alla til að kíkja á hana. Góð afþreying :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Full Frontal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður myndi halda að svona mikið af góðum leikurum myndi halda mynd uppi en nei, ekki þessari mynd. Hún hafði engan söguþráð, leiðinlega karaktera og var bara svo leiðinleg að ég gat ekki fengið mig til að horfa á hana alla. Svo eyðið peningnum frekar í e-h annað en þessa mynd, hún er ekki þess virði.

Hálf stjarna fyrir leikarana,svo þeir fái eitthvað .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweet Home Alabama
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Reese witherspoon er tískuhönnuður í þessari mynd sem er í þann mund að giftast einum flottasta manninum í bænum en þarf að ljúka skilnaði sínum við gamlan kærasta í alabama og neyðist að fara aftur heim. Þar lendir hún í ýmsum ævintýrum.

Allt frá fjölskylduvandræðum, hitta gamla vini aftur og upp í að finna sjálfan sig. Týpisk rómantísk gamanmynd en þó fín afþreying :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Salton Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom rosalega á óvart... ein af betri myndum ársins. Tvö líf, trompetleikari með kærustu og sprautufíkill í samvinnu við lögregluna en hver er hann í raun?

Þrusugóðir leikarar og vel gerð mynd :) Hvet alla til að kíkja á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lilo og Stitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver segir að teiknimyndir séu bara fyrir börn? Þetta er snilldarteiknimynd fyrir alla aldurshópa. Ung stúlka langar í hund og endar með að velja sér þetta sæta kvikindi og endar þá allt í vitleysu. Mjög fyndin og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rules of Attraction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hmmm.. hvað get ég sagt um þessa mynd. Mér fannst hún alls ekki góð. Sýndi hrikalega hlið á ungu fólki. Fín myndataka og lögin. Þetta er ein af þeim myndum sem manni líður í raun og veru vel eftir því maður er ekki svona. Mæli ekki með henni, nema þú viljir sjá einhverja svaka niðurdrepandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Super Troopers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þið leitið eftir svona aulagamanmynd er þetta rétta myndin. Þessi mynd fjallar um fylkislögregluna og stríðið á milli hennar og alvöru lögreglunnar í þessum litla bæ. Mjög fyndnir karakterar og alveg sæmilega mynd. Ágæt afþreying!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór í bíó á The good girl á einhverri kvikmyndahátíð í Regnboganum. Hafði heyrt um hana getið , sérstaklega þar sem ég er mikill aðdáendi Friends þáttanna og fylgist með myndum vinanna.


Þessi mynd kom rosalega á óvart og er hún með betri myndum sem ég hef séð. Söguþráðurinn var mjög góður og ótrúlegir karakterar. Má með sönnu segja að jennifer aniston fer á kostum sem og jake gyllenhal slær alltaf í gegn, ótrúlegur leikari. Spurningin er að lokum, er justine the good girl (góð stelpa)?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei