Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Úff, þvílík mynd. Ég hef sjaldan verið jafn spenntur yfir einhverjum söguþráði og í þessarri mynd. Sean Penn er rosalegur í þessarri mynd og leiðir vel valinn leikarahóp sem að koma saman í þessarri mynd og mynda hið fullkomna þríeyki. Mystic River fjallar um þrjá vini Jimmy Markum(Sean Penn), Sean Devine(Kevin Bacon) og Dave Boyle(Tim Robbins) sem að eru að leika sér úti á götu einn daginn þegar að það kemur bíll að þeim og tveir menn taka Dave með sér. Þessi dagur á eftir að móta alla framtíð þeirra þar sem að þessir menn gerðu hræðilega hluti við þennan strák. Síðan um 25 árum síðar hittast þeir allir eftir að dóttir Jimmy Markum er myrt á mjög ógnvekjandi hátt. Sean Devine er að rannsaka morðið á henni og er því frekar í erfiðri stöðu þar sem að hann var góður vinur Jimmy. Myndin er vel kvimynduð og leikstýrð en klippingin var stundum frekar skrýtin. En þessi mynd er annars algjör gullmoli og er eins og flestir gagnrýnendur hafa sagt Það besta frá Clint Eastwood síðan hann gerði Unforgiven.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tommy Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chris Farley hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég sá hann fyrst í Tommy Boy. Þótti mér það líka leiðinlegt að heyra að hann væri dáinn á sínum tíma. En hann og David Spade voru einmitt mjög góð blanda enda finnst mér Spade þurfa Farley til að geta verið fyndin. Joe Dirt er gott dæmi um það. En myndin fjallar um Tommy Callahan (Chris Farley) sem að kemur heim eftir frekar langa háskólavist en eftir aðeins nokkra daga þar þá deyr pabbi hans. Og nú þarf Tommy að fara og bjarga fyrirtæki fjölskyldunnar og fær Richard Hayden (David Spade) til að hjálpa sér og þeir lenda í nokkuð miklu rugli á leiðinni um Bandaríkin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hollywood Homicide
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hollywood Homicide er byggð á þessarri sömu blöndu um tvær ólíkar löggur sem að byrja vináttu sína ekki nógu vel en enda síðan sem bestu vinir. Hún er full af húmor og hasar og Harrison Ford er ótrúlega nettur í henni. Þrátt fyrir að ég hafi ekki fýlað síðustu mynd Ron Shelton (Dark Blue) þá fannst mér þessi bara frekar góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystery, Alaska
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mikið á óvart þegar ég sá hana þar sem að ég hélt fyrst að þetta væri einhver rómantísk væla. En nei svo var ekki, þessi mynd nær manni einhvernveginn alltaf í gott skap. Fjallar að mestu leyti um lítin bæ í Alaska sem að hefur það að skemmtun að horfa á hokkílið bæjarins spila um helgar. En síðan fær liðið tækifæri til að spila við stórlið úr NHL og breytist bærinn mjög mikið í kjölfarið á því. Takið eftir Mike Meyers í smáhlutverki þarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Dude er án efa ein svalasta persóna sem að sést hefur á hvíta tjaldinu. Honum er sama um nánast allt nema að spila keilu,hanga með vínum sínum og drekka mikið af White russian. Hann kemur heim eitt kvöldið og þá eru tveir menn þar bíðandi eftir honum og skella honum ofan í klósettið hans. Konan hans á að skulda Jackie Treehorn sem að er klámmyndakóngur einhvern pening. Does this place look like I'm fucking married? The toilet seat's up, man. Eftir þetta hefst atburðarrás full af snilldar frösum og persónum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Made
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega svöl mynd. Vince Vaughn fer þarna á kostum sem óþolandi og skrýtin persóna sem að fær mann samt til ða fýla sig. Hef ekki séð Swingers en er alltaf að leita að henni þegar ég fer og leigi spólu. Atriðið þar sem að svertinginn er að tala í símann og þeir þurfa að nota hann er snilld. Vince gjörsamlega lúber gaurinn. Ótrúlega fyndið atriði. En já þessi mynd kom mér mjög mikið á óvart enda vissi ég ekki við hverju mátti búast. Skemmtilegt að sjá am Rockwell þarna í hlutverki bellboy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2 Fast 2 Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég gekk inní salinn bjóst ég við svona einskonar tveggja stjörnu hasar/bílamynd,með gellum og peningum. Þetta er akkúrat það sem að ég fékk. Get því ekki sagt að ég hafi verið ósáttur með myndina. Þó eru hlutir sem að eru þreytandi við þessa mynd. T.d. slappur leikur hjá mörgum leikurunum og fansnt mér Devon Aoki vera þar fremst í flokki. Einnig fannst mér myndatakan í myndinni þegar allir kappakstarnir voru ekki nógu góð. Það var alltaf verið að sýna þegar fólkið skipti um gír og svipinn á þeim. Ekki nógu mikið utan á bílina eða svoleiðis. Tyrese kom vel á óvart og fyllti myndina af svona hressleika. Paul Walker ætti náttúrulega að fara í leiklistarskóla þar sem að hann getur ekkert leikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég gekk inní salin nvar ég eiginlega ekki alveg viss um hvað myndin væri en þegar leið á myndina sá ég að þetta var mjög góð mynd um strák sem að passaði ekki alveg inní og var frekar skrýtinn. Hef ekekrt út á setja varðandi leikstjórnina eða kvikmyndatökuna enda fannst mér það bæði heppnast vel. Skemmtileg mynd sem að ég mun pottþétt horfa oft á í nánustu framtíð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hunted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var mér til mikilla vonbrigða þar sem að ég bjóst við góðri mynd miðað við leikaravalið í henni. Hún er eiginlega bara lélegt framhald af The fugitive. Mér fannst samt verst hversu illa Benicio del toro var að leika í henni. Hann var ekki alveg að höndla þennan ameríska hreim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Freddy vs. Jason! Þegar ég heyrði þetta fyrst var ég frekar spenntur fyrir þessarri mynd. Þannig að í gær skellti ég mér á hana og þetta er útkoman. Þrátt fyrir hrææææðilegan leik allra aðalleikaranna var myndin samt ágætis skemmtun. Enda hörkutöff að sjá tvær aðal ófreskjurnar úr hryllingsmyndum okkar tíma. Það vantaði eiginelga bara Michael Meyers þarna og þá hefði þetta verið hið fullkomna tríó. En ég er þó ágætlega sáttur með þessa mynd en ég vona að Kelly Rowland fái aldrei að leika í annarri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei