Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Man on the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg saga, áhugaverðar og litríkar persónur, frábær leikur og FULLKOMIN tónlist. Ekkert flóknara. Nema að þú haldir að þú sért að fara að horfa á Dumb And Dumber. Þá gefurðu henni væntanlega enga stjörnu eða hættir að horfa áður en hún er hálfnuð. Það myndi hlakka í Andy og Elvis á eyjunni ef þú myndir gera það:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Any Given Sunday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver hér sagði að þetta væri ekki mynd til að horfa á aftur og aftur en það er þá eitthvað mikið að mínum smekk því ég hef, að ég held, horft á þessa mynd um 15 sinnum og hún er ein af mínum uppáhalds. Þarna sjást flestar týpurnar úr hörðum og miskunnarlausum samkeppnisheimi atvinnuíþrótta og fannst mér vísunin í Gladiatorana þegar Beamen fór í heimsókn til Tony´s alveg hreint brilliant, því leikmennirnir í þessari íþrótt eru náttúrulega ekkert annað en svar nútímans við hringleikahúsum fornaldar. Einnig er velt upp nokkrum athyglisverðum siðferðispurningum og má þar m.a. nefna ákvörðun læknisins þegar varnarmaðurinn sem á heilaskemmdir á hættu vill fá að spila eitt ár enn, til að ná sér í milljón dollara bónus. Ef þú hefur einhvern tímann komið NÁLÆGT íþróttum og færð ekki gæsahúð þegar Pacino heldur ræðuna fyrir lokaleikinn, þá .......vantar eitthvað. Stone fær frábæra einkunn hjá mér en ég get svo sem alveg hugsað mér að þeir sem hafa ekki áhuga eða mikinn skilning á íþróttum og fylgifiskum þeirra nái henni ekki alveg. Pacino,Woods,Quaid,Foxx og Co. stíga varla feilspor og Stone sjálfur er þrælgóður sem íþróttafréttamaðurinn. Músíkin er snilld....Ég ætlaði að gefa þrjár og hálfa en nú hækka ég í fjórar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei