Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Drop Dead Gorgeous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd með fínum húmor, reynda bjóst ég við frekar lélegri mynd þannig að það má segja að hún hafi komið mér á óvart. Þetta er náttúruega ekkert stór kvikmyndaverk en fín skemmtun engu að síður og var gaman að sjá nokkur kunnuleg andlit þarna. Húmorinn í myndinni höfðar öruggluga til flestra og voru nokkur mjög góð atriði í myndinni. En eins og kvikmyndaunnendur sjá bara á auglýsingaspjaldinu þá fær þessi mynd aldrei meira en þrjár stjörnur. En ég mundi hafa gaman að því að vita hvað Helgi Páll myndi gefa þessari margar (yfir til þín Helgi).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Talented Mr. Ripley
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd, þetta er svona mynd sem maður mundi vilja taka kærustuna með. Fínn leikur og er allt til fyrirmyndar en það vantar eitthvað upp á til að hún nái fjórum stjörnum, en samt ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anywhere But Here
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var á myndinni Anywhere But Here þá hugsaði ég akkurat "anywhere but here", ég hefði frekar átt að vera að taka til í sokkaskúffunni minni heldur en að fara á þessa. Það er helst að stelpur mundu fíla svona bull en þetta er allaveg ekki fyrir mig. Þessi eina stjarna sem ég gef er út af því að ég sofnaði ekki í bíó. Og ég er sammála hinum ágæta gagnrýnanda Helga Páli um þessa mislukkuðu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei