Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin byrjaði vel og ég hélt að hér væri fyrirtaks mynd. Fyrri helmingur myndarinnar var spennandi, en ekkert æðislegir leikarar þó. En þegar skrímslið sést þá deyr allt, öll stemmning búin. Þetta er asnalegt skrímsli og ég var farin að hlæja, og þetta átti að vera hryllingsmynd. Mæli ekki með henni, takið hana kannski á leigu. Fær eina stjörnu fyrir spennandi fyrri hluta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyndin mynd sem gengur aðeins út á að hafa viðbjóðslegan húmor. Ég þoli yfirleitt ekki að horfa á svona myndir með hallæris húmor en ég ákvað að skella mér á hana í bíó. Þó svo að hún hafi ekki staðið undir væntingum var hún mjög fyndin. Í raun er enginn söguþráður í myndinni, þetta eru mörg atriði sett saman í eina heild og samhengið verður fyrir vikið ekki nógu gott. Þetta er án efa mynd fyrir fólk yngra en þrítugt og fólk sem hefur húmor fyrir þessum myndum. Waynes bræður virðast ná vel til fólks með þennan húmor því myndin var alveg gífurlega vinsæl útí Bandaríkjunum. Þeir hafa framhaldsþætti þar ytra sem hafa þó ekki verið með tærnar þar sem myndirnar þeirra hafa hælana í vinsældum. En ég ráðlegg fólki að skella sér á hana, ef ekki í bíó þá að leigja hana á myndbandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AntiTrust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mikið af atriðum í myndinni gerðu mig orðlausa því ég þurfti að hafa vel fyrir því að reyna að skilja tölvumálið. Myndin nær ekki að ná upp neinni spennu, spennuatriðin eru fyrirsjáanleg og standa ekki undir sínu. Ryan Philippe er allt í lagi í hlutverki sínu sem Milo forritari. Milo er eini sæti forritarinn sem á kærustu, og það þykir óvanalegt (kemur fram í myndinni). Forritarnir viðurkenna að þeir séu algerir nördar og finnst það allt í lagi. En í heild leiðinleg mynd. Í endann á myndinni þegar allur sannleikurinn kemur í ljós, þá verður hún hallærislegri en allt. Ekki sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hló allan tímann. Það er í raun að vera gera grín að staðlaðri ímynd ævintýra. Og það gengur upp. Mig minnir að ég hafi heyrt einhvers staðar að myndin tók þrjú ár í gerð, enda stórglæsileg mynd í alla staði. Skemmtileg tónlist, Eddie Murphy fer á kostum sem rödd asnans og svo eru atriðin hver öðru fyndnari. Fariði að sjá hana núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Way of the Gun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd!!!!!!! Hér er sami handritshöfundurinn og skrifaði Usual suspect og tekst frábærlega að skrifa góða mynd. Þetta er úthugsuð og gífurlega spennandi mynd. Del Toro er snilld og saman er hann og Philippe stórgott tvíeyki. Leikararnir eru allir mjög góðir og ná að halda uppi gífurlegri spennu. Meira held ég að þurfi ekki að segja, þessa mynd verða allir að sjá. Þú munt ekki sjá fyrir endann í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Three to Tango
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð skemmtun, það er mikill plús að hún er alveg laus við þennan væmna kafla sem einkennir svo oft þessar grínmyndir. Matthew Perry virðist vera fastur í hlutverkum sem er sama týpan og í Friends. Hann ætti að reyna að næla í öðruvísi hlutverk áður en allir fá ógeð á týpunni hans. Neve er góð en mér finnst hún ekki alveg passa sem gullfallega stúlkan sem heillar alla. Þetta er mynd sem maður bíður eftir að komi út á vídéo eða á stöð 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lolita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég horfði á myndina fannst mér lítið í hana varið, og skyldi hana ekki alveg. Svo eftir á þegar ég hugsaði um hana, sá ég hve vel hún lýsir þráhyggju manns og hvernig einhver atburður í æsku hefur áhrif á allt lífið. Myndin verður langdregin á köflum, þar sem vangaveltur hans eru í fyrirrúmi. Þetta er fín mynd fyrir þá sem vilja djúphugsaðar setningar og dýpt í sjálfri myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei