Gagnrýni: Red State og Johnny English

Kvikmyndir.is bombar inn tveimur heitum umfjöllunum fyrir tvær glænýjar myndir, önnur er í bíó um þessar mundir en hin er rétt á leiðinni. Fyrri myndin er Johnny English Reborn, sem virðist vera vinsælasta myndin á Íslandi í dag og fór beint í efsta sæti aðsóknarlista helgarinnar.

Hin myndin er hin margumtalað Red State, nýjasta og án efa djarfasta myndin frá hinum léttlynda Kevin Smith. Hún verður sýnd á RIFF-hátíðinni núna um helgina.

Smellið á titla myndanna til að skoða umfjallanirnar. Eitthvað virðast þær eiga sameiginlegt, eins ólíkar og myndirnar eru.

Notendur eru ætíð hvattir til þess að skrifa dóma um kvikmyndir hér á síðunni.