Gagnrýnendur ánægðir með nýju Wonder Woman

Hasar- og ævintýramyndin Wonder Woman 1984 er loksins handan við hornið, DC unnendum til mikillar ánægju, eftir rúmlega sex mánaða seinkun. Gagnrýnendur víða hafa fengið að sjá framhaldið og streymir inn afar jákvætt umtal í garð myndarinnar, af fyrstu viðbrögðum að dæma á Twitter.

Hér má sjá nokkur brot úr slíkum:

https://twitter.com/TheEricGoldman/status/1335300307757088768?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1335300307757088768%7Ctwgr%5E%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fcollider.com%2Fwonder-woman-1984-reactions-reviews%2F
https://twitter.com/amy_geek/status/1335298275587461120?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1335298275587461120%7Ctwgr%5E%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fcollider.com%2Fwonder-woman-1984-reactions-reviews%2F

Gal Gadot snýr aftur til leiks ásamt þeim Chris Pine, Connie Nielsen og Robin Wright, og mætir þeim Kristen Wiig og Pedro Pascal í kröppum dansi. Það er Patty Jenkins sem leikstýrir myndinni líkt og fyrri lotu, en upprunalega myndin frá 2017 sópaði til sín góðu lofi gagnrýnenda og áhorfenda auk þess að hala inn rúmar 820 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.

Til stendur að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum vestanhafs á jóladag. Íslendingar geta þó fengið forskot á sæluna en myndin verður frumsýnd 16. desember í Sambíóunum og verður eingöngu aðgengileg í kvikmyndahúsum hérlendis.

Sjá einnig: HBO Max á Íslandi – Aðgengilegt seinni hluta næsta árs

Líkt og flestir hafa tekið eftir er DC framhaldið ein fjölmargra Hollywood-mynda sem þurfti að fresta vegna kórónaveirufaraldursins.

Kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum vegna covid-19 þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á streymisaðgengi. Áhorfendur munu til dæmis ekki þurfa að bíða eftir því að myndir Warner Bros. fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Kvikmyndirnar sautján frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði.

Má þess geta að Wonder Woman (Gadot) mun einnig bregða fyrir á næsta ári í svonefnda Zack Snyder-klippi kvikmyndarinnar Justice League, en það er auðvitað HBO Max sem stendur að þeirri útgáfu.