Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Terrence Malick

Fyrsta sýnishornið úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Terrence Malick var opinberað í dag. Myndin ber heitið Knight of Cups og með aðalhlutverk fara Christian Bale og Cate Blanchett.

Lítið er vitað um innihald myndarinnar en samkvæmt sýnishorninu virðist sagan vera um mann sem er að leita að sjálfum sér. Persónan segist vera búin að gleyma hver hann vildi verða þegar hann yrði stór og virðist myndin vera um leit hans að hamingjunni.

Screen Shot 2014-12-16 at 9.13.10 PM

Aðdáendur Malick hafa beðið eftir þessari mynd eftir að leikstjórinn sendi frá sér The Tree of Life og To the Wonder árin 2011 og 2012.

Með önnur helstu hlutverk í myndinni fara m.a. Natalie Portman, Brian Dennehy, Antonio Banderas, Freida Pinto, Wes Bentley, Isabel Lucas, Teresa Palmer, Imogen Poots og Ben Kingsley.

Myndin verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem fer fram í febrúar á næsta ári.

Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni.