Fyrsta Skyfall plakatið

Eins og flestir vonandi vita er 23. ævintýri James Bonds væntanlegt á hvíta tjaldið í lok október, og nú er markaðsefnið fyrir myndina farið að birtast. Í dag var fyrsta plakatið birt, og sýnir það Bond í frekar kunnuglegum aðstæðum… en með smá tvisti:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Burt séð frá öllum vangaveltum um hvernig maðurinn komst inn í byssuhlaupið setur þetta  plakat tóninn fyrir Skyfall nokkuð vel án þess að gefa upp nokkurn skapaðan hlut. Ég er allavega seldur. Það þarf reyndar ekki mikið til þess að selja mér kvikmynd ef aðalpersónan heitir James Bond. En fyrir forvitna á fyrsta stiklan fyrir myndina að detta inn á næstkomandi mánudag. Fylgist með á kvikmyndir.is