Fyrsta skotið úr Sherlock Holmes 2

Nú hefur fyrst myndin úr væntanlegu framhaldi Sherlock Holmes ratað á netið. Í Sherlock Holmes 2 er búist við að Holmes og hans trausti aðstoðarmaður, Dr. Watson, muni þurfa að kljást við hinn dularfulla Dr. Moriarty. Í bókunum um spæjarann Holmes er Dr. Moriarty einmitt erkióvinur hans en eins og einhverjir muna eflaust birtist Moriarty í fyrri myndinni.

Robert Downey Jr. snýr að sjálfsögðu aftur sem Sherlock Holmes og Jude Law sem Dr. Watson. Að sama leyti snýr Rachel McAdams aftur. Það eru ekki verri leikarar sem koma ferskir inn í þessa mynd en Stephen Fry, sem mun leika bróður Holmes, og Noomi Rapace úr Millenium-þríleiknum víðfræga. Guy Ritchie sest aftur í leikstjórastólinn en myndin verður gefin út í desember, 2011.

– Bjarki Dagur