Fyrsta myndin úr The Martian

Fyrsta ljósmyndin úr The Martian í leikstjórn Ridley Scott er komin á netið. Þar sést Matt Damon í hlutverki geimfarans Mark Watney. martian

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Damon klæðist geimbúningi því hann fór með hlutverk Dr. Mann í Interstellar.

The Martian er byggð á skáldsögu Andy Weir og fjallar um geimfara sem er talinn af eftir gríðarmikinn storm og skilinn eftir af áhöfn sinni. Watney er þó sprelllifandi og þarf að finna einhverja leið til að halda lífi, einn og yfirgefinn á fjarlægri plánetu.

Auk Damon leika í myndinni Jessica Chastain, Kristen Wiig, Kate Mara, Michael Pena, Jeff Daniels og fleiri.

Hún er væntanleg í bíó vestanhafs 25. nóvember í þrívídd.