Fyrsta mynd af tökustað Dark Knight Rises?

Það liggur við að maður fái fráhvarfseinkenni ef heill dagur líður án þess að eitthvað nýtt fréttist af framleiðslu the Dark Knight Rises. Nokkrum flugskýlum á Cardington í Bretlandi var breytt í hljóðsvið fyrir bæði Batman Begins og The Dark Knight, og sagan hermir að Nolan muni nota þau á ný fyrir þriðju Batman myndina.

Enn eru nokkrir mánuðir í að tökur á myndinni hefjist en framkvæmdir á hljóðsviðunum eru hafnar og hér fyrir neðan má sjá mögulega fyrstu myndina af tökustaðnum. Ekki er enn staðfest hvort um raunverulega mynd af tökustað sé að ræða en hún kemur frá ónefndum manni sem kveðst vinna á staðnum.

– Bjarki Dagur