Fyrsta plakatið fyrir Cowboys & Aliens

Það bíða margir gríðarlega spenntir eftir næstu mynd frá leikstjóranum Jon Favreau, Cowboys & Aliens. Myndin, sem skartar Daniel Craig, Harrison Ford og Oliviu Wilde í aðalhlutverkum, fjallar um lítinn bæ í villta vestrinu sem verður fyrir barðinu á heldur óprúttnum geimverum. Því verða kúrekarnir og indjánarnir að koma saman ef þeir ætla að berjast gegn óvættunum.

Myndskeið úr Cowboys & Aliens var frumsýnt á San Diego Comic Con fyrr á árinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Nú fáum við loks að sjá fyrst plakatið fyrir myndina, en hún kemur ekki í bíó fyrr en í sumar á næsta ári.

-Bjarki Dagur