24 jólamyndir til að merkja á dagatalið

Jólaandanum fylgir alltaf ýmis stemning með góðri aðstoð frá dægurmenningu. Í hugum sumra bresta hátíðirnar ekki á fyrr en rétta lagið er komið í gang, jafnvel rétti baksturinn og að sjálfsögðu réttu jólamyndirnar.

Það er annars óskrifuð regla að til séu fleiri slæmar kvikmyndir með jólaþema en framúrskarandi. Því er kjörið að renna í gegnum 24 jólakvikmyndir, bæði frægar og faldar, léttar sem truflandi, og hvetjum við lesendur til að smella þeim á dagatalið.

Við bendum á að margar myndanna verða sýndar nú í desember í Sambíóunum og má sjá listann hér.

Einnig er boðið upp á sumar myndanna í Bíó paradís.

Ein jólamynd á dag kemur hátíðarskapinu í lag með glæsibrag.

1. (des)

Batman Returns (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn10/10

Eftir að hafa borið sigurorð af Jókernum etur Batman nú kappi við nýjan óvin, Mörgæsina - mann sem vill verða viðurkenndur inn í samfélagslíf Gotham borgar. Hinn spillti athafnamaður Max Schreck er kúgaður til að hjálpa honum að verða borgarstjóri Gotham og þeir reyna báðir...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur og förðun.


2.

In Bruges (2008)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 84%

Leigumorðingjarnir Ray og Ken, sem báðir eru staðsettir í London, eru sendir til Bruges í Belgíu af yfirmanni sínum Harry Waters og beðnir um að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikur, en síðasta verkefni þeirra varð til þess að saklaus vegfarandi lét lífið fyrir slysni....


3.

The Holiday (2006)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn6/10

Iris er ástfangin af manni sem er að fara að giftast annarri konu. Hinum megin á hnettinum áttar Amanda sig á því að sambýlismaður hennar hefur verið henni ótrúr. Konurnar hafa aldrei hist og búa langt í burtu frá hvorri annarri, en hittast á netinu á húsaskiptavefsíðu, og ...


4.

Scrooged (1988)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 71%

Frank Cross rekur sjónvarpsstöð sem ætlar að setja á svið hina sígildu jólasögu Charles Dickens. Æska Frank var ekkert sérstaklega ánægjuleg, og hann er því sjálfur ekkert sérstaklega hrifinn af Jólunum. En með hjáp drauga Jóla fortíðar, nútíðar og framtíðar, þá ...


5.

Eden (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
The Movie db einkunn6/10

Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta ...


6.

Fjögur börn úr sömu fjölskyldu þurfa að flýja úr bænum af því að Fyrri heimsstyrjöldin er hafin. Kona og prófessor, taka börnin að sér. Þegar þau eru í feluleik einn daginn og eru að leita að þeirri yngstu, Lucy, finnur hún fataskáp sem hún felur sig í. Hún fer alltaf ...


7.

Gremlins (1984)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. ...


8.

The Hateful Eight (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn8/10

Hér segir frá John „The Hangman“ Ruth sem er á leiðinni með útlagann Daisy „The Prisoner“ Domergue til Red Rock-bæjar þar sem hún er eftirlýst fyrir morð. Á leiðinni í gegnum fjallaskarð í Wyoming lenda þau í blindbyl sem neyðir þau til að leita skjóls ásamt sex ...

Hlaut bæði Golden Globe- og BAFTA-verðlaunin fyrir tónlistina sem Ennio Morricone samdi. Tilnefnd fyrir leik Jennifer Jason Leigh í aukahlutverki og handrit Tarantinos. Tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna (Jennife


9.

The Long Kiss Goodnight (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn7/10

Samantha Caine er húsmóðir í úthverfi. Hún er fyrirmyndarmóðir 8 ára stúlku, Caitlin. Hún býr í Honesdale, PA, og vinnur sem kennari og býr til bestu Rice Krispie kökurnar í bænum. En þegar hún fær höfuðhögg byrjar hún að muna atvik úr fyrra lífi sínu sem stórhættulegur...


10.

Rare Exports (2010)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 89%

Á aðfangadagskvöld í Finnlandi. Sjálfur jólasveinninn finnst við fornleifauppgröft. Stuttu síðar byrja börn að hverfa. Feðgar elta Jóla uppi og hyggjast selja hann til fyrirtækisins sem fjármagnaði uppgröftinn. En þá skerast jólaálfarnir í leikinn, staðráðnir í að frelsa ...


11.

Home Alone (1990)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 66%
The Movie db einkunn4/10

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag John Williams texti Leslie Bricusse; Somewhere in My Memory. Einnig tilnefnd fyrir tónlist. Myndin og Macaulay Culkin fengu Golden Globe tilnefningu.


12.

The Christmas Chronicles (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 67%
The Movie db einkunn7/10

Saga systkinanna Kate og Teddy Pierce, en þau ætla að reyna að taka ljósmynd af Jólasveininum, en sú tilraun breytist í óvænta ferð sem flest börn dreymir um....


13.

Kiss Kiss Bang Bang (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki...


14.

Elf (2003)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 86%

Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, ...


15.

Love Actually (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 64%

Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á ...


16.

Christmas Vacation (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 71%
The Movie db einkunn7/10

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu ...


17.

Silent Night, Deadly Night (1984)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
Rotten tomatoes einkunn 50%
The Movie db einkunn9/10

Eftir að foreldrar hans eru drepnir verður Billy sturlaður eftir slæma meðferð á munaðarleysingjahæli. Hann fer síðar á stjá íklæddur jólasveinabúningi – en það rennur á hann morðæði sem endar með hrollvekjandi afleiðingum....


18.

Jingle All the Way (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 20%
The Movie db einkunn5/10

Howard Langston, sölumaður í dýnufyrirtæki, er alltaf upptekinn og hefur aldrei tíma fyrir son sinn, sem verður sífellt fyrir vonbrigðum með pabba sinn. Eftir að Howard missir af karatekeppni hjá syni sínum, þá vill hann endilega reyna að bæta syni sínum það upp. Á þessum ...

Brian Levant fékk Razzie verðlaunin fyrir verstu leikstjórn.


19.

Eyes Wide Shut (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn7/10

Læknir verður heltekinn af því að eiga kynmök, eftir að eiginkona hans viðurkennir að hafa haft kynferðislegar langanir til manns sem hún hitti og refsar honum fyrir þann óheiðarleika að viðurkenna ekki eigin kynóra. Þetta hrindir af stað atburðarás þar sem læknirinnn á í ...


20.

Krampus (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 66%
The Movie db einkunn6/10

Grínhrollvekjan Krampus er heldur betur óvenjuleg jólamynd, en í henni kynnumst við hinum unga Max og fjölskyldu hans sem safnast hefur að venju saman í tilefni hátíðarinnar til að halda hefðbundin jól. Vandamálið er að sumum fjölskyldumeðlimunum kemur ekkert allt of vel saman sem...


21.

The Grinch (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 60%
The Movie db einkunn7/10

Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í ...


22.

The Muppet Christmas Carol (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn3/10

Endursögn af hinni sígildu sögu Dickens um nirfilinn Ebenezer Scrooge. Draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar heimsækja hann til að sýna honum heiminn og tilveruna í nýju ljósi....


23.

Home Alone 2: Lost in New York (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 35%
The Movie db einkunn6/10

Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv,...

Macaulay Culkin tilnefndur til Blimp Award á Kid´s Choice Awards. Vann á People Choice Awards, ásamt Sister Act, Favorite Comedy Motion Picture


24.

Brazil (1985)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn5/10

Sam Lowry er langhrjáður tækniveldissinni í framtíðarsamfélagi sem er að hnigna. Hann dreymir um líf þar sem hann getur flúið frá tækninni og skrifræðinu, og eytt eilífðinni með draumakonunni. Á meðan hann reynir að leiðrétta ranga handtöku Harry Buttle, þá hittir Lowry ...