Dregur fram ósvikinn hlátur

Fjölskyldur þeirra beggja eru alveg ágætar, já, hreint elskulegar. Þær hafa bara mjög sterkar skoðanir á öllu og eru kannski ekki alltaf sammála. Þetta er umfjöllunarefni Shotgun Wedding sem kemur í bíó í dag.

Shotgun Wedding (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 45%
The Movie db einkunn6/10

Glæpamenn trufla brúðkaup sem par ætlar að halda á draumaáfangastaðnum. Á sama tíma og þau þurfa að bjarga fjölskyldunni úr bráðri hættu enduruppgötva þau afhverju þau urðu upphaflega ástfangin....

Nú eru Darcy (Jennifer Lopez) og Tom (Josh Duhamel) búin að stefna fjölskyldum sínum á framandi stað í brúðkaup sem á að slá út allt annað sem áður hefur verið gert í þessum efnum.

Fara þá ekki brúðhjónin sjálf að fá efasemdir um ágæti ráðahagsins! Eins og það sé eitt og sér ekki nóg til að skyggja á gleðina bætist við að skyndilega eru allir í bráðri lífshættu þegar glæpagengi ræðst inn í veisluna og tekur alla gestina í gíslingu.

Trylltur æsingur

Heitið „í blíðu og stríðu“ tekur á sig allt aðra og meiri merkingu í þessari frábæru gamanmynd þar sem adrenalínið streymir um æðar í trylltum æsingi þar sem Darcy og Tom verða að bjarga ástvinum og mega helst ekki drepa hvort annað fyrst.

En, viti menn, í öllum æsingnum, þegar þau verða að standa saman eigi þau að halda lífi, rifjast upp fyrir þeim hvers vegna þau hrifust hvort af öðru og urðu ástfangin.

Kjörin í hlutverkið

Jennifer Lopez er kjörin í gamanhlutverk af þessu tagi og Josh Duhamel er svo sem enginn viðvaningur heldur. Fyrir lengra komna má nefna að meðal leikara eru Jennifer Coolidge, Sonia Braga og Cheech Marin. Góð ástæða til að mæta í bíó.

Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Josh Duhamel, Lenny Kravitz, Jennifer Coolidge, Sonia Braga og Cheech Marin. Handrit: Mark Hammer Leikstjórn: Jason Moore