Fótósjoppað mitti Scarlett gagnrýnt

Mittismál Scarlett Johansson í nýju kynningarplakati fyrir hasarmyndina Captain America 2: The Winter Soldier hefur vakið upp spurningamerki hjá netverjum.

scarlett

Umræðan um fótósjoppaðar myndir sem gefa brenglaða mynd af raunverulegu útliti kvenlíkamans hafa fengið byr undir báða vængi með þessu nýja plakati.

„Heiminum er ekki við bjargandi þegar meira að segja mitti Scarlett-Joh, sem þegar var mjótt, hefur verið fótósjoppað niður í ómögulega stærð í Cap-plakötunum,“ skrifaði ein kona á Twitter og hafa margið tekið undir gagnrýnina.

Í myndinni leikur Johansson Svörtu ekkjuna. Á meðal mótleikara hennar eru Samuel L. Jackson og Chris Evans.