Fóstur undir yfirborði sjávar

Ný stuttmynd með Arnari Jónssyni, Hafdísi Helgu Helgadóttur og Eysteini Sigurðarsyni verður frumsýnd á næsta ári. Myndin nefnist Ólgusjór og gerist öll á litlum báti í Breiðafirði. Tökur á myndinni fóru fram í sumar og er eftirvinnsla komin langt á leið.

Framleiðslufyrirtækið Behind the Scenes stendur að baki myndarinnar og er leikstjórn í höndum Andra Frey Ríkarðssonar. Verkefnið er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Behind the Scenes opinberaði plakat fyrir myndina í dag. Plakatið var unnið af listamanninum Atla Sigursveinssyni. Á plakatinu sést fóstur sem er undir yfirborði sjávar. Í kringum fóstrið synda þorskar og fyrir ofan flýtur bátur. Fóstrið tengist síðan bátnum í gegnum línu sem minnir á naflastreng.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu myndarinnar.

Rétt er að taka það fram að fréttin er unnin af framleiðanda myndarinnar.