Fimm fréttir: Dolby látinn, Vega trúlofuð

macheteSpy Kids stjarnan Alexa Vega, 25 ára, hefur trúlafast unnusta sínum Carlos Pena. Þetta er önnur trúlofun Vega á þremur árum. Parið byrjaði saman í lok árs 2012. Hér er mynd af þeim saman á Instagram. Vega leikur í Machete Kills sem frumsýnd verður í október nk.

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem leikur í Game of Thrones, var vakinn kl. 5 á morgnana í tökur. „Ég tók fjóra svona tökudaga í röð úti og þetta tók virkilega á. Sérstaklega fyrstu dagana, en þá var ég í armour og brynju með þungt sverð.“

Ray Dolby, verkfræðingurinn sem stofnaði Dolby Laboratories og var í farabroddi tækninýjunga hvað varðar hljóðgæði í kvikmyndum er látinn, 80 ára að aldri. Hann hafði þjáðst af Alzheimer sjúkdómnum og var að auki greindur með hvítblæði í júlí.

Dracula, sem Universal gerir, hefur fengið nýtt nafn: Dracula Untold. Gary Shore leikstýrir og Luke Evans ( Fast 6 ) leikur aðalhlutverk. Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 3. október 2014. Myndin segir sögu frægustu vampíru í heimi, Drakúla.

Pólski leikstjórinn Roman Polanski ætlar að hætta á að verða handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna, með því að mæta á kvikmyndahátíð í Póllandi. Polanski flúði Bandaríkin árið 1977, eftir að hafa játað samræði við 13 ára stúlku. Hann býr í París.