Ferrell og Wahlberg í brandarakeppni

Gamanmyndin Daddy´s Home 2 kemur í bíó 1. desember nk. og kynning myndarinnar er farin í fullan gang. Eitt myndband í þessu kynningarefni er í sérstöku uppáhaldi hjá kvikmyndir.is en það er af aðalleikurunum Will Ferrell og Mark Wahlberg að keppa í svokölluðum pabbabröndum, eða við getum líka kallað þá aulabrandara, eða fimm aura brandara, á íslensku.

Leikurinn fer þannig fram að þeir segja brandarana til skiptis og þeim sem tekst að láta hinn hlægja, fær stig, og sá sem er með flest stig eftir að búið er að segja alla brandarana vinnur.

Kíktu á keppnina hér fyrir neðan:

Söguþráður Daddy´s Home er annars eftirfarandi:

Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty, sem Mel Gibson leikur, og er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám…