Fer með strákinn á strippklúbb – Fyrsta stikla

Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company gaf í dag út fyrstu stikluna úr nýjustu mynd gamanleikarans frábæra Bill Murray, St. Vincent., en Murray leikur téðan Vincent.

St-Vincent-618x400

Aðrir leikarar í myndinni eru ekki af verri endanum, en þar má nefna Melissa McCarthy og Chris O´Dowd. Leikstjóri er Ted Melfi.

Myndin kemur í bíó 24. október nk. og fjallar um fjárhættuspilara og alkóhólista á eftirlaunum sem tekur að sér að passa 12 ára gamlan dreng fyrir einhleypa móður hans, sem McCarthy leikur, sem býr í næstu íbúð við hliðina. Hann og drengurinn fara saman á nektardansstaði, á veðhlaupabrautir og á hverfisbari, og læra ýmislegt hvor af öðrum í leiðinni, þó þetta sé kannski ekki alveg eftir bókinni …

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: