Emma Watson varar við faraldri uppvakninga – Myndbrot

tumblr_mmvaabvWnK1qhuc9do1_500Gamanleikarinn Seth Rogen er bráðum að fara að senda frá sér myndina This Is The End og er um að ræða fyrstu mynd hans sem leikstjóri.

Myndin verður frumsýnd í sumar og fjallar um nokkra fræga leikara sem eru að velta fyrir sér yfirvofandi heimsendi þar sem þeir eru staddir í veislu á heimili James Franco í Los Angeles. Með birgðir af skornum skammti neyðast þeir til þess að leita út fyrir íbúð Franco og sú háskaför verður þeim dýrkeypt.

Í myndinni leika ýmsir þekktir leikarar sjálfa sig og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti er Emma Watson að vara við faraldri uppvakninga við leikarana sem hafa ekki hugmynd hvað á sér stað fyrir utan húsnæði Franco.

Meðal leikara í myndinni eru James Franco, Jay Baruchel, Jonah Hill, Craig Robinson, Danny McBride og Seth Rogen sjálfur, ásamt þeim Michael Cera, Jason Segel, David Krumholtz, Emma Watson, Rihanna og Mindy Kaling.

This Is The End verður frumsýnd þann 19. júlí á Íslandi.