"Ég er búinn að sjá Man of Steel"

Ástralski leikarinn Russell Crowe montar sig af því á Twitter síðu sinni í dag að hann sé búinn að sjá nýju Superman myndina, Man of Steel, sem verður ekki frumsýnd fyrr en eftir rúman mánuð.

Stoltur faðir og sonur  saman á góðri stund á plánetunni Krypton

Crowe leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, hlutverk Jor – El, sem er blóðfaðir Ofurmennisins, sem var skírt Kal-El, en fékk nafnið Clark Kent hjá nýjum fósturforeldrum sínum á Jörðinni.

 

„Í dag sá ég Zach Snyder myndina Man of Steel … enginn annar í öllum heiminum sá hana í dag … fljótlega þó, trúi ég að þú munir sjá þessa mynd,“ tísti Crowe.

Man of Steel verður frumsýnd 21. júní hér á Íslandi, en 14. júní í Bandaríkjunum.