Eastwoodmynd sögð stolin

Maður sem lék hafnabolta í menntaskóla og gerðist svo kvikmyndagerðarmaður, hefur lagt fram kæru á hendur Warner Bros. kvikmyndafyrirtækinu,  the Gersh Agency, United Talent Agency, Malpaso Prods., handritshöfundinum Don Handfield og leikstjóranum Robert Lorenz og nokkrum öðrum, og heldur því fram að mynd Warner Bros. Trouble With the Curve, hafi verið unnin upp úr hans eigin handritum og hugmyndavinnu að langtímaverkefni sem hann kallar Omaha.

clint

Maðurinn, Ryan A. Brooks, lagði kæruna fram fyrir rétti í Los Angeles í dag þriðjudag. Auk þess að kæra fyrir brot á höfundarrétti þá kærir hann einnig samningsbrot, auðgunarbrot og fjárglæfra.

Aðalstjarna myndarinnar og framleiðandi, Clint Eastwood, var ekki nefndur í kærunni.

Í stefnunni er sagt að fyrirtæki Brooks hafi árin 2005 og 2006 þróað „Omaha“, handrit, sem var sláandi líkt Trouble With The Curve. Þar segir einnig að höfundurinn sem hafi verið ráðinn til að fínstilla handritið, Don Handfield, hafi á endanum átt þátt í því að klæða handritið í felubúning þannig að það yrði Trouble With The Curve.