Eastwood giftist bróður Hill

AnillosKvikmyndaleikararnir Clint Eastwood og Jonah Hill eru nú nánast orðnir hluti af sömu fjölskyldunni. Dóttir Eastwood, Francesca Eastwood, sem leikarinn á með Frances Fisher, giftist bróður Jonah Hill, Jordan Feldstein, nú um helgina, samkvæmt frétt People tímaritsins. 

Athöfnin var leynileg, og fór fram í Las Vegas.

Samkvæmt tímaritinu var gefið út brúðkaupsvottorð fyrir parið, Eastwood 20 ára, og Feldstein, sem er umboðsmaður Adam Levine úr hljómsveitinni Maroon 5, þann 17. nóvember.

Samkvæmt TMZ vefsíðunni þá fór athöfnin fram í Simple Wedding kapellunni í Vegas.