Dýrasta dauðasenan í Game of Thrones

Ef að maður ætti að reyna að giska á hvaða dauðsfall í sjónvarpsþáttunum vinsælu Game of Thrones, eða Krúnuleikunum eins og þeir heita á íslensku, hafi verið dýrast í framleiðslu, kemur fljótt upp í hugann atriðið þar sem bráðnu gulli var hellt yfir höfuð Viserys af Khal Drogo, enda er bráðið gull ekki ódýrasti málmur í heimi.

En þetta er alls ekki raunin, því sú dauðasena sem kostaði mest að gera í þáttunum er atriðið þegar Meryn Trant er skorinn á háls, og Arya Stark, sem Maisie Williams leikur, stingur hann svo í augun.


Framleiðendur þáttanna, þeir D.B. Weiss og David Benioff voru spurðir að þessu á SXSW afþreyingarhátíðinni, sem nú stendur yfir í Kansas í Texas, og einnig að því hverju það sætti að þetta atriði hafi verið jafn dýrt og raun bar vitni. Benioff svaraði einfaldlega: “Hún gat ekki stungið úr honum augun í raun og veru.”

Það svar ætti að liggja í augum uppi, eða hvað …